Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 43
Drekkhlaðnir sigla þeir inn í Vestmannaeyjahöfn þessir tveir í þetta skipti eins og þúsundir annarra hafa gert áður. kynna, að veðurskeyti spáðu rok- stormi. Klukkan um 5 rofaði til um stutta stund, sáum við þá, að stefnan hjá okkur var austan til á Álsey, og var það látið standa. Var nú kominn rokstormur og harðar kvikur, svo að oft varð að slá af, því að Hansína var súðbyrt og mjög erfið í mótstími, en afburða gott sjóskip. Kl. um hálf sjö vorum við vestan við Álsey, en ekki sáum við eyna, því að þá var snjódrífan orðin svo mikil, að ekki sást nema örstutt út frá bátnum, enda þá líka að verða dimmt af nóttu. En af rokhviðunum, slétta sjónum og tímalengdinni þóttumst við full- vissir um, hvar við værum staddir. Áfram var haldið í þeirri von að ná Smáeyjum og þaðan austur að Eiði. En það tókst ekki, eins og nú skal sagt frá. Þegar kl. var um hálf átta, hættum við að „stíma“. Vorum við þá komnir í svo til sléttan sjó, en harðar og strjálar rokhviður, og myrkrið og snjóbylurinn orðinn svo mikill, að hásetunum, sem stóðu „útkík“, kom saman um, að ekki sæist nema einn til tvo faðma fram af bátnum, og þar með treysti ég ekki á að taka land- kenningu. Þessa vertíð höfðum við á Hansínu fengið einn rafgeymi, og voru tengd við hann tvö ljós, ann- að sem notað var til að leggja lín- una við. Var það tengt í bíllukt, er gaf mjög góða birtu og því sæmi- lega gott kastljós, „kastari“. Hitt ljósið var við áttavitann í stýris- húsinu og þar notuð tveggja eða þriggja kerta vasaljóspera, því að mjög var sparlega farið með þessi ljós, því ekki entist á geyminum nema átta til tíu róðra. Þegar við á Hansínu höfðum andæft þama upp í veðrið nokkra stund, kom bátur fast upp að borðinu hjá okkur, brá ég þá á hann kastljósinu okkar og þekkti, að þar var kominn Skógafoss VE VÍKINGUR 236. Formaður á honum var þá Jónas Sigurðsson í Skuld. Hjá þeim á Skógafossi var svo ástatt þessa nótt, að ekki lifði á neinu ljóskeri ofanþilja eða í stýrishúsi (áttavitaljósi), nema einni tog- baujulukt uppi á stýrishúsi, er sýndi hvítt ljós allt um kring. Á Hansínu lifðu hliðarljós og topp- ljós, en afturljós höfðum við ekki, því þar var notast við „hænsna“- lukt, en í þetta sinn tókum við hana og settum inn í toppluktina (er var mjög stór) í stað olíulamp- ans, er oft vildi slokkna á, þegar báturinn hjó. Báðum varð okkur Jónasi líkt hugsað á þeirri stundu, er við þekktum hvors annars bát: Að reyna að halda okkur saman. I því fælist öryggi og myndi að ein- hverju leyti stytta okkur tímann. Því „huggun er manni mönnum að“. En þessi ofveðursnótt reynd- ist okkur báðum mjög erfið og löng, en ógleymanleg. Báðir urð- um við að standa alla nóttina við stýrið, með alla glugga og hurðir opnar á stýrishúsunum og stara út í myrkrið, snjóhríðina og rokið, því við urðum varir við báta, sem ekki höfðu náð landi og voru þarna á ferð. Varð því að reyna að hafa ítrustu aðgætni á öllu, og svo að verja okkar báta fyrir saman- stuði. Það mun hafa verið kl. 6 til 7 um morguninn, sem veðrinu slot- aði, en snjókoman og myrkrið hélzt áfram og nú fórum við út af strikinu, eins og mætti orða það. Því eftir að lygndi var ekkert til að átta sig á, og ekki hugsun að leita lands, fyrr en birti af degi. Á meðan rokið hélzt, „stímuðum" við upp í veðrið, þar til rokhvið- umar urðu harðari og strjálli og sjórinn sléttari og reiknuðum þá með að vera vestan eða inn af Smáeyjum, og mun það hafa verið rétt áætlað. Sunnudagsmorguninn 12. febrúar, strax og birti af degi, fóru fyrstu útilegubátamir að koma að (inn í höfnina), þeir sem lágu undir Eiðinu og Hamrinum, og þegar leið á morguninn vantaði ekki nema þrjá báta, sem ekkert spurðist af, þá Skógafoss, Sleipni og Hansínu. Björgunarskipið Þór og tveir ís- lenzkir togarar, sem voru hér við 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.