Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 45
Einar Jónsson, fískifiræðingur: Hvalategundir vid ísland Hvalir og þá sérstaklega hval- veiðar hafa verið allmikið í frétt- um og fjölmiðlum nú hin allra síð- ustu ár hér á landi. Mikil umræða hefur farið fram um hvalveiðar og hvalafriðun. Andóf og aðgerðir Grænfriðunga eiga vafalaust stór- an þátt í því að þessi mál hafa verið svo í sviðsljósinu. Þá hefur og aukinn áhugi á náttúruvcrnd og því lífi er bærist í kringum okkur vaknað meðal manna, en sá áhugi beinist af eðlilegum ástæðum iðu- lega fyrst að þeim líftegundum sem taldar eru á einhvem hátt í hættu, en svo er einmitt um margar tegundir hvala. í þessari grein ætla ég ekki að Úr ríki hafsins ræða um hvalveiðar eða annað sem tengist þeim, nema óbeint, heldur verður hér nánast talið upp það hvalkyns sem við landið finnst eða hefur fundist. Flestir, og þá ekki síst margir sjómenn, vildu gjarnan vita meira um hvali en þeir gera. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að ekki er um auðugan garð að gresja í þessum efnum, ef menn vilja afla sér upplýsinga. Aðeins ein íslensk bók, Spendýrin, eftir Bjarna Sæmundsson, fjallar um alla „ís- lenska“ hvali. Þar sem þetta rit er nú með öllu ófáanlegt, verður þessi pistill einskonar greiningar- lykill að hvalategundum hér við land, ásamt örstuttri lýsingu á heimkynnum þeirra (útbreiðslu- kort) og lífsháttum, svo og nokkr- um upplýsingum um áætlaðan fjölda, þar sem reynt hefur verið að ráða í slíkt. Mjög mikið ber stundum í milli hjá hinum ýmsu höfundum í stofnstærðaráætlun- um. Þær tölur sem hér eru settar fram feta oft millileiðina. Því fer fjarri að mönnum beri að taka þessar tölur sem einhverjar hei- lagar kýr. en þær eru þó hafðar með til þess að gefa lesendum hugmynd um stofnstærðir hvala fyrr og nú. Þá skulu sömu fyrir- varar settir við útbreiðslukortin. Steypireyður Lan};reyður Búrhvalur Norðhvalur Saudreyður fslands-sléttbakur Hnúfubakur Sandlægja Hrefna Andanefja Háhyrningur Marsvín Náhvalur Mjaldur Svínhvalur Stökkull Hnýðingur Leiftur Höfrungur Hnísa m Hit) Eðlileg stærðarhlutföll „íslenskra“ hvala VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.