Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 48
íslands-sléttbakur hans, tíðast 14 m. Blásturinn sést oft aðgreindur í tvo stróka. Heim- kynni þessa hvals voru norðanvert Atlantshafið allt frá Biscayaflóa og Nýfundnalandi til Svalbarða. Hvalurinn er mjög gæfurog munu Baskar á Pyreneaskaga hafa orðið manna fyrstir til að stunda stór- hvalaveiðar, er þeir, þegar á 10. öld, fóru að skutla þennan slétt- bak í Biscayaflóa og hvalurinn enn kenndur við þennan flóa á sumum tungum. Á 14. og 15. öld komust aðrir Evrópumenn upp á lagið með að fanga hvalinn og fór honum brátt fækkandi. Eitthvað var eftir af þessum hval er Norð- menn hófu hér veiðar, og er vitað með vissu að þeir fengu nokkur dýr. Hvalsins hefur síðan ekki orðið vart hér við land. Talan 4 þús. hefur verið nefnd sem hugs- anlegur fjöldi þessara sléttbaka nú. en talan 50 þús. um uppruna- íegan fjölda. Af þeim dýrum sem enn eru eftir tilheyrir meginþorr- inn Suðurhafs- og Kyrrahafs- stofnum, sem teljast hvor um sig til sjálfstæðra tegunda. Af N-At- lantshafsstofni munu fá dýr eftir, sem aðallega hafa sést við Ný- fundnaland, Bermuda- og Madeiraeyjar. Hvalurinn ku vera svifæta, eingöngu. Búrhvalur er einn á báti meðal tannhvala og tilheyrir sérstakri ætt 48 sem við hann er kennd. Hann er stærstur tenntra hvala, tíðast 15—18 m og er þá átt við tarfa. Kýrnar mega hins vegar kallast dvergar miðað við karlkynið og eru tíðast 10—11 m. Helstu ein- kenni búrhvals til að sjá eru að þeir eru hornlausir, en á stirtlunni eru 2—3 kúlur eða hnúðar. Þeir slá sporðinum, sem er stór og mikill, upp úr sjó er þeir kafa. Hausinn er kubbslegur og hnúð- laga að framan og bakliturinn tíðast svartur eða mjög dökkur. Blásturinn er fremur lágur svepp- laga bólstri sem veit nokkuð fram. Búrhvalur er mestur kafari allra hvala og getur farið allt niður á tveggja km dýpi og verið allt að 80 nrín. í kafi. Að jafnaði er megin- fæða búrhvals blekfiskar svo sem risakolkrabbi. Hér við land er hins vegar lítið um smokkfisk svo hann nærist hér mest á fiski. Búrhval- Búrhvalur urinn er sennilegast útbreiddasta stórhveli jarðar og kemur fyrir í öllum heimshöfum, en þó mjög misjafnlega algengur. Kýrnar og kálfarnir halda sig eingöngu í heitari höfum (milli 40°N og S), en tarfarnir (piparsveinar, burt- reknir úr fjölkvænissamfélagi búranna) halda til kaldari hafa á sumrum. Hér hafa verið veiddir árlega um 100 búrhvalir, allt tarf- ar. Sökum þess hve útbreiddur búrhvalurinn er, hefur fjöldi hans verið áætlaður mestur allra stór- hvala eða yfir 1 millj. dýra er stofninn var upp á sitt besta. Mjög hefur verið dregið úr búrhvals- veiðum hin síðari ár og heildar- fjöldinn nú hefur verið áætlaður liðlega 600 þús. dýr. Andanefja Andanefja er tíðast 7—8 m. Hún hefur sérstöðu meðal tannhvala og tilheyrir andhvalaætt. Blástur- inn er nokkuð áberandi, en miklu tíðari en gerist hjá stórhvölum, eða á Vi til 1 mín. fresti. Hún er sögð éta mikið af síld og smokki, er úthafs- og farhvalur og heldur sig í N-Atlantshafi og í Kyrrahafi við Beringsund. Andanefjan fer mjög norðarlega, allt að Sval- barða og Novaya Zemlya. Á vetrum hverfur hún til suðlægari slóða allt suður til Grænhöfða- eyja. Tegundin er hér frekar sjaldséð á fiskimiðum, en töluvert er um hana er kemur á stórhvala- slóðir fyrir V og N land. Fyrir aldamót hófu Norðmenn veiði á þessari tegund (veiðisvæði aðal- lega milli 66° og 69°N) og veiddu allt upp í 3000 dýr á ári, en þá fór að draga úr veiði. Síðan hefur hún lítið sem ekkert verið veidd, og stofninn líklega vel á sig kominn hvað stærð snertir. í Suðurhöfum VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.