Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 52
Læra að stjórna bát og veiða í net og á línu Litið við í sjóvinnunámi grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu I nóvemberblaði Víkings var viðtal við Þorleif Valdimarsson, námsstjóra í sjóvinnu í grunn- skólunum. Þar kom fram áhugi Þorleifs að koma skólaskips- draumnum í framkvæmd svo að nemendur geti fengið verklega þjálfun í námsefninu. Þau gleði- legu tíðindi gerðust síðan að bátur fékkst á leigu og með honum skipstjóri og nú hafa 90 sjóvinnu- nemendur úr Reykjavík og Kópavogi farið í eins dags róður og fiskað vel. Báturinn sem bjargaði þessu aðkallandi máli, heitir Þorsteinn Re. 303 og skipstjórinn Magnús Ásgeirsson. Guðbjöm Þorsteins- son mikill aflaskipstjóri, nú á Skarðsvíkinni, á bátinn sem er 12 tonna frambyggður plastbátur, og má segja að velvilji hans hafi gert þetta mögulegt. Magnús skipstjóri leit inn til okkar og skýrði út hvemig til tókst að framkvæma það sem margir höfðu brotið heilann um hvemig framkvæmanlegt væri. — Er þetta mikill kostnaður fyrir skólana, Magnús? — Það hafa allir skóiar geta bjargað því nema einn. Kostnað- urinn við hvem túr er u.þ.b. 1750 krónur sem skólamir verða að borga. Það er leigan fyrir bátinn, laun eins manns, olía og einhver matur sem ég hef séð um að elda fyrir þau. — Eru krakkarnir ekki ánœgð með þetta framtak? — Jú, það er nú líkast til. Þau hafa staðið sig mjög vel, verið furðu dugleg á sjónum þó tíðar- farið hafi verið slæmt í haust, kaldasti nóvember í 50 ár. Þau hafa flest verið búin að jafna sig alveg af sjóveikinni eftir tvo tíma. Það hefur komið fyrir að við höf- um róið í þrem til fjórum vind- stigum. — Hvernig notið þið róðurinn til kennslu? — Við höfum farið út klukkan níu á morgnana og komið að landi um fimm. Við förum með átta krakka í einu og byrjum á að kenna þeim á radarinn, taka mið í landi og staðsetja bátinn. Síðan fara þau með miðið úr radarnum niður í kortið, þar sem kennarinn aðstoðar þau við að taka stefnuna frá staðnum út í veiðarfærið. Við erum með netin út á bugt, um klukkutíma siglingu frá Gróttu, í svokallaðri Sviðsbrún. Þegar þangað er komið drögum við net- in, það tekur tvo til þrjá tíma eftir því hve aflinn er mikill. Síðan leggjum við þau aftur. Eftir það siglum við ca. kortér frá netunum og hugum að línunni. Við erum með einn stokk sem krakkamir beita út sjálf og þann klukkutíma sem við látum línuna liggja, not- um við til að setja út handfærin. Við erum með þrjár rafmagns- rúllur sem þau skiptast á að vera við. Það hefur komið ágætlega út, þau hafa fengið um 100 kíló þannig. Þegar klukkutíminn er liðinn drögum við línuna en það hefur yfirleitt verið tregt á hana, 10 til 15 stykki. Aðalatriðið er að þau læri á hana sem veiðarfæri því í skólanum læra þau að setja upp VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.