Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 58
mánaða tímabilum færi ekki yfir ákveðið hlutfall, þ.e. ekki er um að ræða skraptúra annars vegar og hins vegar þorsktúra, heldur væri hægt frekar en nú er að blanda tegundum í veiðiferðinni. Slíkt myndi vafalaust létta undir með fiskvinnslunni. Starfshópurinn nefnir ekkert um bætta samræm- ingu veiða og vinnslu, sem gerð yrði á frjálsum grundvelli, þ.e. nokkur fyrirtæki tækju sig saman. Ég hef nefnt hér nokkur dæmi um valkosti í fiskveiðistjórnun, þetta er að sjálfsögðu ekki tæm- andi upptalning, einungis er verið að leggja áherslu á að starfshópur sem þessi ætti að benda á valkosti, ekki taka pólitíska ákvörðun. Hagkvæmasta sóknarstefna Starfshópurinn er einnig með hugmyndir um hagkvæmustu sóknarstefnu hvað þorsk varðar, og felst hún í því að minnka sókn í þorsk niður í helming þess sem nú er á 10 árum og myndi það auka hagnað úr 6% í 33%. Þetta dæmi er auðvelt að leysa á skrifborði í ríkisstofnun í Reykjavík, en er hún raunhæf? Lítum á eitt atriði, ef sóknin er minnkuð um helming en heildarafli svipaður og nú er. Hvað myndi togari sem nú aflar 5—6 þúsund tonn á ári fá á ári? Er ekki hægt að gera ráð fyrir að hann héldi sínu í samkeppninni og myndi þá afla 10—12 þúsund tonn á ári. Þetta þýðir að togarinn þyrfti að afla 40—48 tonn að meðaltali á hverjum degi sem hann er á miðunum, þ.e. landa ca. 200 tonnum á fjögurra til fimm daga fresti. Þetta eru eingöngu meðaltalstölur, dagsafli þyrfti oft að fara langt fram úr þessu. Hvemig yrðu gæði þess afla sem að landi kæmi? Á að fjölga í áhöfninni verulega til að anna þessum afla, það þýðir væntan- lega dýrari skip? Ýmsar svona spurningar vakna í þessu sam- bandi og úr þessum vandamálum er sjálfsagt auðvelt að leysa á skrifborði í ríkisstofnun suður í Reykjavík, eða hvað? „Náttúrulegar orsakir“ eða eitthvað annað? Einn kafli skýrslunnar ber nafnið „Félagslegt umhverfi" og þar koma ýmis gullkorn fram í dagsljósið. Þar er m.a. rætt um fólksfjöldaþróun síðustu árin og nefnt að spádómar fyrri skýrsl- unnar um þróunina hafi verið rangar, þróunin hafi snúist við, hlutfallslega meira hafi fjölgað á stöðum út um land, heldur en á SV-homi landsins, síðan segir orðrétt: „Sú byggðaþróun, sem orðið hefur undanfarna árinn áratug hefur engan veginn gerst af náttúrulegum orsökum. Byggða- stefna hefur átt fylgi að fagna hjá ráðandi stjórnmálaöflum og Byggðasjóður hefur lagt til fjár- magn til uppbyggingar sjávarút- vegs í hinum dreifðu byggðum umfram þéttbýlisstaði." Mér er spurn, var það náttúrulögmál að það fjölgaði fólki á SV-horni landsins í nokkra áratugi? Var það VÍKINGUR 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.