Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 66
skeleggu greinum sínum í blað- inu. Þar lét hann ekki deigan síga heldur hélt mjðg á lofti hinni hörðu baráttu sjómanna þar sem hann hélt því fram að fyrir störf sín ættu þeir að hafa góð laun en eins og margir vita voru kjör þeirra oft bág. Lengst af var Guðmundur aðeins með einn starfsmann við blaðið þó fór svo að aðstoðarritstjóri var annað slagið. Fjárhagur blaðsins og sambandsins var lengst af mjög lítilfjörlegur svo mikið aðhald þurfti að sýna á öllum sviðum. Fáir hafa unnið við þrengri kost en Guðmundur gerði lengst af, hann vann sambandinu ómetan- lqgt gagn og málefnum sjómanna. 1978 hætti Guðmundur störfum við blaðið eftir langan starfsdag. Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands færir Guðmundi Jenssyni innilegar þakkir fyrir velunnin störf við hin margvíslegu verk í þágu sjó- mannastéttarinnar hinn langa starfsaldur hans hjá sambandinu. Stjórnin vottar fjölskyldu hans samúðar við fráfall hans. Blessuð sé minning Guðmund- ar Jenssonar. Ekki datt mér í hug þegar ég sá Guðmund Jensson á hljómleikum í Norræna húsinu í febrúarbyrjun að svo skammt yrði þar til hann legði upp í hinstu förina. Fundum okkar Guðmundar bar fyrst saman á stríðsárunum á vordögum 1942. Þá var gert hlé á siglingum íslenskra togara og fóru margir þeirra á veiðar til heima- löndunar og aflinn saltaður um borð. Þegar siglingar hófust á ný skildu leiðir og fundum okkar bar ekki saman fyrr en hann var orð- inn starfsmaður hjá F.F.S.Í., en árið 1945 réðst hann til sam- bandsins sem framkvæmdastjóri þess. Tíminn leið og að því kom að ég hætti sjómennsku og æxlaðist svo til að ég fór að starfa að félags- málum og urðu þá fljótt nokkur samskipti. Naut ég góðrar leið- beiningar með margan vandann þegar ég þurfti á að halda. Árið 1966 ræðst ég svo til sambandsins, en þá hafði Guðmundur verið rit- stjóri Sjómannablaðsins Víkings frá því 1962. Samvinna okkar á milli var yfirleitt árekstralaus þó hvor um sig hefði ákveðnar skoð- anir á hverju máli. Naut ég góðrar leiðsagnar hans í mörgum málum. Guðmundur var rökfastur og lét ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Lengst af og allt fram til 1979 hafði hann mikil afskipti af málefnum sjómanna og reyndi það oft á kjark og þolgæði hans og varð oft á tíðum um litla hvíld að ræða hjá honum sem hafði þá tvennum verkefnum að sinna. Alltaf var fáliðað við blaðið og þurfti Guðmundur að leggja til langan vinnudag, en blaðið barð- ist í bökkum með að standa undir kostnaði. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag blaðsins var það gefið út reglulega og féll aldrei niður útgáfa þess og má þakka það sérstaklega. Ég þakka Guðmundi fyrir langa og góða samvinnu. Ég votta fjölskyldu hans samúðar og bið henni blessunar Guðs. Ingólfur Stefánsson Krossgáta Lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á því að ekki birtist krossgáta í þessu blaði. Krossgátuunnendum til huggunar skal tekið fram að krossgáta birtist örugglega í næsta blaði. Utan úr Drjúgt skilar danski flotinn Danski siglingaflotinn er nú 675 skip er 7,8 millj. tonn dw. Skilaði hann netto gjaldeyris- tekjum upp á rúma 6 milljarða danskra króna sl. ár. Brúttó tekjurnar voru 16,5—17 mill- jarðarkróna. Ola Normann, á leið upp úr öldudalnum Eftir átta mögur ár er kom- inn greinilegur bati í Norska kaupskipaflotann. í smíðum eru 162 skip að verðmæti 20 milljarðar N.kr. Nú sem stendur er flotinn kominn í 40 millj. dw. tonn., varð stærstur 49 millj. dw. tonn, en minnst- ur 39 millj. tonn dw. Nýbygg- ingamar eru ca. 20% af skipa- fjöldanum. Brúttótekjur siglingaflotans voru sl. ár ca. 29 milljarðar N.kr., og nettó tekjur ca. 10.8 milljarðar. Mestur varð sjómannafjöldi á flotanum 1964 64000 menn. í dag eru um 30 000 menn á flotanum, og ca. 12—14 000 menn á borpöllum, og þjón- ustuskipum við borpallana og olíu iðnaðinn um allan heim. 66 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.