Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Side 13
ÞEIR VILDU STOFNA STERKT SAMBAND FÉLAGANNA — spjallaö við Laufeyju Halldórsdóttur, ekkju Guömundar H. Odd- sonar og fyrsta formann kvenfélags Öldunnar Þegar talaö er um sögu Öldunnar, síöustu fjörutíu árin, ber oft á góma nafn eins manns sem viröist hafa veriö aösópsmikill í félagsstörfum þar, svo og viö stofnun þessa blaös, F.F.S.Í o.fl. Þessi maöur er Guömundur H. Oddsson, sem lést í septembersl. 72áraaöaldri. Kona Guömundar heitins, Laufey Halldórsdóttir, var fús til aö rifja upp meö okkur þátt Guömundar í hinum ýmsu félagsmálum sjómannastéttarinnar, i tilefni af 90 ára afmæli Öldunnar. Laufeyer, þóttótrúlegtmegi viröast, 71 árs aö aldri. Þann aldurþerhún svo sannar- lega vel. Hún er falleg og fíngerö kona, hressileg og hláturmild og viröist hafa, fylgst velmeö félagsströfum mannssíns. Hún á fallegtheimili aö Laugarásvegi 5, ÍReykja- vík. Þangaö heimsótti ég hana. — Þaðvarnæstum umsátursástand kringum húsiðokkar, tilaðfámiða á hóf ið á Sjómannadaginn. — Eg er fædd á Kjalarnesi, ein ellefu systkina, segir Lauf- ey. Ég útskrifaðist úr Verslun- arskólanum 1931 og var svo heppin að fá strax vinnu. 1933—1938 vann ég i Verslun Haraldar Árnasonar i Austur- stræti en hætti þar eftir að ég gifti mig og fór að eignast börn. Siðan hef ég verið heimavinn- andi og sé ekki eftir þvi. Guðmundur er fæddur vest- ur i Bolungarvik. Hann missti móður sína þegar hann var 9 ára og byrjaði 13 ára til sjós. Eftir það var hann litið heima, var á vertíðum m.a. í Vest- mannaeyjum. Árið 1933 útskrifaðist hann úr Stýrimannaskólanum og þá má segja að af skipti hans af fé- lagsmálum hafi byrjað. Félagar hans úr skólanum voru ungir og friskir menn sem vildu ganga i stéttarfélag en þá var Skipstjórafélagið Aldan í nokkurri lægð, félagsmenn rosknir menn sem ekki höfðu þennan neista semungirmenn hafa. Ári eftir að þeir útskrifuðust stofnuðu þeir Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavikur, i nóvemberl 934. Konráð Gísla- son var formaður félagsins en Guðmundur ritari. Það var hug- ur i þeim þó kreppa væri í heim- inum. Á þessum árum var Guð- mundur skipstjóri á sild á sumrin en vann við tryggingar hjá Karli Tulinius i Austurstræti 14 á veturna. Á þessum árum gafst honum meira tóm til fé- lagsstarfa. Það var mikið líf í fé- laginu á þessum árum. Kannski höfðu menn meiri tima, þeir voru á sild fram í september og voru siðan oft atvinnulausir fram að vertíð. Það þótti sérstakt að komast á haustvertið. Veiðiskapurinn ... Þessisameining varmikilblóögjöf fyrirölduna, ungu mennirnir uröu bráttí forustusveit félags- ins... Víkingur 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.