Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 19
Ég var hvorki góður né.... an til sjós. Þar var sama skips- höfnin ár eftir ár og svo komu sveitamennirnir oft í saltfisk- túrana — sumirráðnireftirpóli- tiskum leiðum, segir Guðjón og glottir. Ég fór beint úr Stýrimanna- skólanum sem háseti á togara, samdægurs og prófið var búið, var ekki búinn að fá útkomuna einu sinni. Þó nokkur hópur af minum skólabræðrum fór til Ameriku og urðu flestir stýri- menn og skipstjórar þar. Þeir sáu f ram á aö fá ekki pláss á is- lenskumskipum. Kaupið i landi var um 250 krónur á mánuði á þessum tima en við höfðum um 300 krónur á aflaskipi. Ef menn hefðu haft eftirvinnu eins og nú til dags, hefðu þeir náð þess- Guðjón hefur haldið námskeið í saltfisk- og skreiðarmati viða um land, auk þess sem hann hefur leiðbeint i Fiskvinnsiuskólanum fram á þenn- andag. Hérer hann ásamt Sigurði Óskarssyni, stjórnarmanni i Öldunni við kennslu á Akureyri. — Þónokkurhópur afmínum skólafé- lögum úrStýri- mannaskólanum fór tilAmeríkuogurðu flestirstýrimenn og skipstjórar þar. Segðu mér nú af afskiptum þínum af Öidunni, Guðjón. Heldurðu að þú sért búinn að vera lengst í félaginu, af núlif- andimönnum? — Nei, Steindór Árnason, Kolbeinn Finnsson og Konráð Gíslason gengu i félagið um svipað leyti og ég, en við erum ekki virkir lengur, það hafa yngri menn tekið viö, eins og nauðsynlegt er i öllum félags- skap. Við erum allir heiðursfé- lagarnúna.ásamtfleirum. — Manstu eftir einhverjum átökum, þegar Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur gekkífélagið? Sameiningin tók sinn tima, en það fór vel á því öllu, þetta var mikiö rætt. Skipstjöra- og stýrimannafélagið var fjöl- mennt og það var oft mikið lif i því. Þar voru allir sem voru með skipstjórnarréttindi. Svo var til annað félag i nokkur ár sem hét Grótta. Þar voru menn með minna fiskimannspróf. Þessi félög gengu bæði í Ölduna 1944 og til stóö aö stýrimanna- félagið Ægir sameinaðist henni lika. Það er félag skip- stjórnarmanna á stóru togur- unum. En það varð ekki og er ekkienn. — Hvernig var félagsstarf- iðáþessumárum? — Fundirvoru misvel sóttir, eins og gengur. Mikið fjölmenni var þegar staðið var i kaupdeil- um en þess á milli var minni fundarsókn. Félagsreksturinn lenti mikið á sömu mönnunum. Guðmundur heitinn Oddsson vann mikið og fórnfúst starf fyrir félagið, endurgjaldslaust. Þetta voru allt ágætis menn. — Þú sast í stjórn félagsins umskeiö. — Já, ég man nú ekki hvað það var langur timi. Ég var gjaldkeri í um tiu ár, hafði þá verið i stjórn áður. Það hefuroft verið rætt, aö ekki sé heppilegt að allir stjórnarmenn vinni í landi. Nauðsynlegt sé að hluti hennar sé enn í starfi. Samt er nauðsynlegt að gjaldkerinn sé i landi því starfinu fvlgia ýmsar útréttingar. Þetta gjör- breyttist allt þegar við fengum fastan starfsmann, hann Þórð Sveinbjörnsson 1975. Hann hefur verið mjög duglegur við fjármálin. Áður gekk oft illa að ná inn peningum. Ég man eftir þvi að endar náðu ekki saman. Inn á milli komu góð timabil þegar menn þénuðu vel. Þá stóð félagið betur fjárhags- lega. — Þúsástlengi umgreiðsl- ur úr Sty rktarsjóðnum. — Já, ég gerði það meöan ég var gjaldkeri og sá um aö þvi yrði haldið áfram, eftir aö ég hætti þvi ég þekkti oröið allar konurnar. Styrktarsjóðurinn er elsti sjóður félagsins. Lög um hann voru samþykkt 1894. Ég held að gjöld til félagsins hafi öll runniö í hann, i upphafi. Það voru tvær krónur. 1895 var samþykkt að leggja peninga í Víkingur 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.