Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 23
BRYNT AÐ TAKA SAMNINGANA TIL ENDURSKOÐUNAR — segir Gunnar Gunnarsson, í Ólafsvík Gunnar Gunnarsson, skipstjóri í Ólafsvík er stjórnarmaöur i Öld- unni einn af yngri mönnunum þar, rúmlega fertugur aö aldri. Hann brá sér í bæinn, á afmælisdaginn 7. október si. en fór strax vestur daginn eftir. Viö náöum samt aö hafa tal af honum, smá stund um fé- lagið og viðhorf hans til þess, sem landsbyggðarmanns og manns í starfi. — Sjómanna- félögin um alltland veröa að koma sterkar fram þegar aöstéttinnierveg- iö, afopinberum vettvangi... — Hvaðan ert þú, Gunnar og hvenær byrjaöir þú á sjón- um? Ég fæddist og ólst upp í Reykjavík. Faðir minn var sjó- maður svo að maður fékk smjörþefinn fljótt af sjó- mennskunni. Satt að segja þótti það sjálfsagt að ég yrði sjómaður og segja má að ég hafi ekki haft tækifæri til þess að kynnast neinu öðru að marki. Min fyrsta sjóferð var meö Eldborginni sem gekk milli Akraness, Borgarness og Reykjavikur. Þar var ég messagutti í 3 mánuði, yfir sumarið ’54 aðeins fjórtán ára gamall. Ég byrjaði alfarið til sjós 15 ára þ.e. næsta vor, fór þá sem háseti með togaranum Jóni forseta, og var á togurum til ársins 1960, en þá réðst ég sem háseti á vertíðarbát frá Ólafsvik, Sæfell SH 210. Ég var svo heppinn að lenda með þeim mæta manni Guðmundi Jenssyni sem var þar skip- stjóri. Eftir þá vertíð dreif ég mig í Stýrimannaskólann. Það var ekki sist fyrir hvatningu frá honum, en ég hafði um nokk- urn tima verið aö hugsa um að fara í skólann. 1962 lauk ég fiskimannsprófi frá Stýri- mannaskólanum i Reykjavík. Þá fór ég aftur til Ólafsvikur og hef starfað hér sem sjómaður Gunnar Gunnarsson, skipstjóri í Ólafsvik: Mér finnst kom- inn tími til að sjómenn fái sinn ákveðna frídag og það verði laugardagur en ekki sunnudagur, því hann er frídagur allra 'landsmanna. Ljósm. E.Þ. Víkingur 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.