Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Page 62
FRÍVAKTIN Séra Þóröur, sem eitt sinn var prestur i Reykjadal, þótti meira en litið skritinn i ýmsum háttum. Hér er einn ræðustúfur eftir honum hafður. Ef allir menn yrðu að einum manni, allir steinar að einum steini, öll fjöll að einu fjalli og öll vötn að einu vatni. Þá skyldi sá mikli maður taka þann stóra stein, laþþa með hann upp á það háa fjall og kasta honum niður i það stóra vatn. Þá held ég yrði nú heldur en ekki bomsara boms, minir elskanlegu. Svo mun og veröa á efsta degi, þegar þessi veröld ferst og hrapar til helvitis. Þessi var ein af fyrirbænum séra Þórðar: Skundaðu nú upp að Hauk- holtum, Drottinn minn og hjálpaðu gömlu hjónunum, sem þar eru i innsta rúminu að norðanverðu, og hangir skóbótarkippa á stagi uppi yfir þeim. Komdu um leið að Skip- holtskoti og miskunnaðu barnunganum, sem þar er í laup á miðju gólfi. En varaðu þig á henni Kotlaugakeldu, hún hefur mörgum körskum á kollinn steypt. Það hefur verið sagt um Aust- firðinga, að þeir séu hljóðvilltir i meira lagi, rugli t.d. saman e og i. Svo bar til, að maður að nafni Guðmundur var kosinn i hreppsnefnd. Nokkru seinna sendi hann smápatta með miða til nágranna sins, þess efnis að fá lánaða kerru. Þegar maðurinn hafði lesið miðann verður honum að orði: — Naumast að Gvendur er oröinn finn með sig, siðan hann komst i hreppsnefnd. Nú er hann farinn að skrifa kerra með upsilon. SKJALAÞÝÐINGAR ÞÓRARINN JÓNSSON löggilturdómtúlkurog skjalaþýðandi í ensku Sími 12966 — heima 36688 KIRKJUHVOLI -101REYKJAVÍK TROLL- LÍKÖN l TILRAUNATANKl MYNDSPÓLA FRÁ HIRTSHALS Sökum mikillar eftirspurnar býður Hampiðjan hf. nú til sölu myndspólu með upptöku frá tilraunatankinum í Hirtshals 21. júní í sumar þar sem prófuð voru 7 trolllíkön. Myndin er um 40 mín. löng.með íslensku tali og fýlgir henni skýrsla með mæliniðurstöð- um. Peir sem vilja eignast myndina sendi inn pöntun ásamt 3500 kr. ávísun eða gíróseðli til Hampiðjunnar c/o Guðmundur Gunnarsson, þar sem fram kemur hvaða kerfi (VHS - BETA) óskað er eftir og hvert senda á mynd. HAMPIÐJAN Stakkholti 4, Reykjavík, sími 28100 62 Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.