Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 58
p a \r | Sasa um rA\WI síldarverksmiöju Lukkuhjóliö snerist rangsælis þennan vetur. Veöur hamlaöi framkvæmdum og verkföll bættu gráu ofan á svart. í októ- berlok 1948 varenn ekki fariö aö bóla á síldinni. Báarnirbiöu átekta, sigldu út annaö slagiö, hring- sóluöu um flóann, hnusuöu en fundu enga síld. 58 Víkingur Viö tökum leið 2, Grandi-Vogar. Fyrir framan Bæjarútgerðina förum vió út. Síðan göngum viö noröur Grandann, framhjá Kaffivagninum, Slysavarnarfélaginu og vöru- geymslum skipafélaganna. Þegar gámaraðirnar eru að baki blasa við stórir tankar og þyrping af húsum. Sum húsanna eru nýleg, önnur viröast nokkuð viö aldur. Eitt hús- anna vekur sérstaklega athygli okkar, það er gamalt hús, fimm hæða, aðalverk- smiðjuhús Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf.. Þaö er hús sem á sér langa sögu. Á árunum 1947 — 1948 vantaði sildarverksmiöjur i Reykjavik. Suðurlandssildin hafði gert stans i Hvalfirðinum og i nágrenni Reykjavikur. Athafnamenn bæjarins klæj- aði i lófana, bæjaryfirvöld klæjaði í lófana og ræddu mál- ið fram og aftur á fundum og hinn sauðsvarta almúga klæj- aði i lófana og sá fram á betri tið. Alla klæjaði. 14. janúar 1948 er þvi mikilvægur dagur i sildaralmanaki Reykjavíkur- bæjar. Það er dagurinn þegar Richard lagði fram skýrsluna. Richard Thors var fram- kvæmdarstjóri eins stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækis á landinu, hf. Kveldúlfs. i skýrslunni var sagt frá nýrri vinnsluaðferö við bræðslu á sild, sem fólst meöal annars i forþurrkun sildarinnar og öðrum tækniþrellum sem ekki verður sagt frá hér. Þessi vinnsluaðferð var ættuð frá Noregi og i daglegu tali nefnd „norska aðferðin". I skýrsl- unni kom fram að þessi aðferð væri mun árangursrikari en fyrri aðferðir. Hráefnisnýting yrði þetri með „norsku aðferð- inni“ og umhverfisspjöll minni, mjölið betra, kostnaöur minni og gróðinn meiri. Þaö var þvi ekki að ástæðulausu að bæj- arbúar spyröu: „Er þetta ekki einmitt sildarverksmiöjan sem okkurvantar?" „Jú“, sögðu bæjarfulltrúar. Á bæjarstjórnarfundi 15. april 1948, þegar „norska að- ferðin“ hafði verið kunn opin- berlega i þrjá mánuði, var sam- þykkt að bærinn gengi til sam- starfs við hf. Kveldúlf um byggingu um rekstur sildar- verksmiðju sem framleiddi mjöl og lýsi eftir uppskrift skýrslunnar. Ekki var setið viö oröin tóm. Undirbúningur hófst af fullum krafti þegar i april, forstöðumenn fóru til útlanda og verkamenn byrjuðu að merkja og mæla, saga og smiða. Stefnt skyldi að gang- setningu fyrir næstu áramót. í byrjun október 1948 var haldinn stofnfundur hins nýja félags. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hóf fundinn með þvi að leggja fram félaga- samning. Samkvæmt honum átti bærinn 3/5 hluta stofnfjár- ins eöa 2.100.000,- en Kveld- úlfur 2/5 hluta eða 1.400.000,-. Borgarstjórinn gerði þvi næst grein fyrir hverjir hefðu verið tilnefndir í stjórn fyrirtækisins. Guðmundur Ásbjörnsson bæjarstjórnarforseti, Einar Ol- geirsson alþingismaður og Jón Axel Pétursson bæjarfull- trúi voru i stjórninni fyrir hönd bæjarins en Richard Thors forstjóri og Haukur Thors forstjóri fyrir hönd hf. Kveldúlfs. Richard Thors var kjörinn formaður stjórnarinn- ar. Ákveðið var að ráða Svein S. Einarsson, verkfræöing, framkvæmdarstjóra félagsins, en Sveinn var starfsmaður hjá Kveldúlfi og hafði farið viða að kynna sérsíldarvinnslu. Á fundinum var rætt um „norsku aðferöina", nýju vél- arnar og undirbúning og framkvæmdir. Verksmiðjuna skyldi reisa i Örfirisey, við Reykjavikurhöfn. Áætlaður stofnkostnaður var 10 — 12 milljónir. Verksmiðjan átti aö geta unnið úr 675 tonnum af sild á hverjum sólarhring, en af forsjálni var gert ráð fyrir að hana mætti stækka i áföngum, þannig að hún framleiddi úr 2700 tonnum á sólarhring. „Faxi“ skyldi fyrirtækið heita. Gengisfelling, verkföll og veöurfar Lukkuhjólið snerist rangsælis þennan vetur. Veður hamlaöi framkvæmdum og verkföll bættu gráu ofan á svart. í okt- óberlok 1948 var ekki enn far- ið að bóla á sildinni. Bátarnir biðu átekta, sigldu út annað slagið, hringsóluöu um flóann, hnusuðu en fundu enga sild. i nóvember fundust nokkrar sildar, en siðan varla söguna meir næsta áratuginn. Um þetta háttalag sildarinnar vissu framkvæmdarmennirnir í Örfiriseynni ekkert árið 1948 og því var haldið áfram að smiða. Áætlanir um að verk- smiðjan yrði tilbúin til vinnslu um áramótin brugðust. Árið 1949 miðaði einnig hægt. I árslok það ár þótti ástæða til að taka kostnaöaráætlunina til litilsháttar endurskoðunar. Talið var að kostnaðurinn myndi liklega aukast nokkuð, trúlegt væri að fullbyggö kost- aði verksmiðjan 16.000.000,- en ekki 10 - 12.000.000,- eins og áður var áætlað. Ári siðar, seinni part árs 1950, var Faxaverksmiðjan talin full-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.