Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Qupperneq 9
Víðtal þennan heföbundna mennta- veg, tók landspróf úr Kvenna- skólanum sem þá var ennþá gagnfræðaskóli og settist siðan í Menntaskólann viö Sund. Eftir þrjá vetur I menntaskólanum réði ég ekki lengur við löngunina til þess að fara i Vélskólann og tók þvi fyrsta stigið þar samtimis fjórða vetrinum i mennta- skóla.“ Miklu sniðugra að fara í Vélskólann en að verða stýrimaður — Var þaö ekkert erfitt? „Nei, alls ekki. Ég hafði svo æðislega mikinn áhuga á náminu i Vélskólanum að það varð mér mjög auðvelt. En um leið vildi ég ekki að vélskóla- námið eyðilegði fyrir mér stúdentsprófið eða mögu- leika á frekara námi, til dæmis i verkfræði sem ég var þá þegarfarin að spá i. Þvi sló ég þessu saman og það gekk Ijómandi vel upp.“ — Hvaö dró þig i Vélskól- ann? „Það var eiginlega fyrst og fremst áhugi á þvi að komast á sjóinn. Mér fannst miklu sniðugra að fara i Vélskólann heldur en til dæmis að verða stýrimaður þar sem stýri- mannsprófið gefur i rauninni engin réttindi i landi. Auk þess vissi ég náttúrulega að það væri ekki verra, ef ég færi siðan út i verkfræðina, að hafa verklega reynslu. Sama bjóst ég við að væri uppi á tsningnum i vélsmiöjunum — ég sá fyrir mér, af þvi ég er stelpa, að ég yrði til að byrja meö aðallega höfö i þvi að sópa gólfið og laga kaffi meö- an strákarnir gengju strax i alvörustörf. Endirinn varð samt sá að ég „kláraði smiðj- una“, sem svo er kallað, áöur en ég komst á sjóinn. Þá tald- ist ég vera orðin vélvirki, en sveinsprófinu lauk ég ekki fyrren i júni á þessu ári.“ Hálf skrautleg saga — En hvenærfórstu á sjó? „Það var sumarið '83. Ég var þá annar vélstjóri á Ósk- ari Halldórssyni RE 157, togskipi sem gert var út frá Vestmannaeyjum.“ — Gekk þérvel aöfá pláss? „Ekki beinlínis. Það var raunar hálf skrautleg saga. Ég hafði réttindi yfirvélstjóra en mér datt ekki i hug að sækja um það, þar sem ég hafði nánast aldrei komið á sjó og vissi ekki einu sinni hvort ég yrði sjóveik! Eina „reynsla“ min af sjónum var að fara meö Akraborginni upp á Skaga og dóla svolitið milli Færeyjanna. Ég vildi þess vegna vera laus við þaö fyrsta kastið að bera of mikla ábyrgð og sóttist þvi aðeins eftir stöðu þriöja eða fjórða vélstjóra — eða smyrjara, ef ekki vildi betur til. Ég gerði mér raunar ekki alltof miklar vonir þegar ég fór aö sækja um þvi eins og ég sagði áðan þá eru engir sjómenn i fjöl- skyldunni og ég haföi ekkert til að visa til. Flestar stelpurn- ar sem hingað til hafa veriö á sjó — og þá yfirleitt sem hásetar — eru úr sjávar- plássum; feður þeirra eða bræður eru sjómenn og skipstjórnarmenn vita þvi nokkurn veginn að hverju þeir ganga. Ég var eins og óskrif- að blað. Reyndar er það skrýtið þetta sjómannsleysi i ættinni. Afi minn var meðal þeirra átta sem stofnuöu Vélstjórafélag íslands á sin- um tima og þau amma áttu fimmtán börn og maður skyldi ætla aö einhver afkomend- anna hefði farið á sjóinn. En það varð ekki — fyrr en ég beit þetta i mig. Ég kippti mér þess vegna ekkert alltof mik- ið upp við það þótt ég fengi ekki pláss eins og skot en einsetti mér að ef mér væri hafnað fimm sinnum að tilefn- islausu þá skyldi ég hafa samband við Vélstjórafélag- iö.“ Ég fer ekki aö treysta kvenmanni fyrir vélinni — Og þurftiröu aö gripa til þess? „Já. Ég sótti alls um sjö stöður en tvisvar sóttu á móti mér vélstjórar með meiri rétt- indi svo það var ekki mikið sem ég gat gert i þvi. En þeg- arfimmta skipið lagði úr höfn með réttindaminni vélstjóra en mig um borð þá sá ég að við svo búið mátti ekki standa og leitaði til félagsins." — Þaö hefur veriö kynferöiö sem menn settu fyrir sig, vænti ég? „Já, menn sögöu það hreint út. Ég sótti um á fimm togur- um og svarið var alltaf hið sama: „Nei, ég fer ekki að treysta kvenmanni fyrir vél- inni!“ í fimmta og siðasta skiptið fékk ég aö visu harla jákvæð svör og var komin með pokann minn niður á höfn þegar tvær grimur runnu á yfirvélstjórann. „Varstu að meina þetta i alvöru?“, spurði hann og svo sigldi togarinn án min. Ég hefði sjálfsagt get- að staðið föst á mínu en nennti ekki að hætta á rifrildi. Þar sem ég var alveg óreynd vildi ég ekki eiga andúð yfir- mannanna yfir höfði mér i minum fyrsta túr. En mér var engu að siöur alveg nóg boð- ið og skundaði þvi upp í Vélstjórafélag. Þetta gerðist um ellefuleytið á föstudags- morgni og klukkan tvö sama dag var ég búin að fá pláss á lllugi Jökulsson blaðamaður vann viötalið ... varkomin meö pokann minn niöur á höfn, þegar tvær grímur runnu á yfirvéistjórann. „Varstu aö meina þetta íalvöru“, og svo sigldi togarinn án mín. VÍKINGUR 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.