Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 14
Þetta er... „Taktu þetta samt ekki sem ég sé einhver forhertur frjálshyggjunagli. Þaö er ööru nær. Eitt af verkefnum for- seta FFSÍ er að vera „andlit" þess í fjölmiðl- um. Hér er Guðjón á rabbi við Ólaf Sigurös- son fréttamann sjón- varps. 14 VÍKINGUR prívat skoöanir, er svo allt annaö mál.“ Áttu óviniþarna innanum? „Nei, mér er ekki kunnugt um þaö. Þarna eru auðvitað menn með andstæðar skoð- anir við minar, en þeir koma lika fram á heiöarlegan máta. Þaö þekki ég.“ Hefur þér liöiö illa í þessu starfi? „Já, mér hefur oft liðið illa sem forseti FFSÍ. Ég hef þurft að glima við mjög vanda- samar ákvarðanir, velta fyrir mér flóknustu málum sem helst hefur þurft að einfalda á eins stuttum tima og hægt er. Það er mikið álag þvi samfara að ná fram rétti manna. Og Salómonsdómarnir eru nú einu sinni alltaf vandfundn- astir. Ég hef hins vegar aldrei veriö kominn að þvi að gefast upp, láta hugfallast. Ég hef alla tiö haft fulla trú á því að maður geti gert allt sem maö- ur tekur sér fyrir hendur ef áhuginn á því er nógur.“ Afköst, erfiði og áhætta Baráttumálin sem Guðjón hefur beitt sér fyrir innan FFSI eru fleiri en svo að þau verði talin upp á þessum sið- um, en eitt af þvi fyrsta sem hann minnist á þegar þetta atriði er borið upp við hann er það sem hann kallar „leið- rétta imynd stéttarinnar“. Flonum er það hjartans mál að stéttin sé virt fyrir vinnu- framlag sitt. Hann fullyrðir að sjómenn leggi oftast meira á sig en gengur og gerist á meöal annarra stétta i landi. Og það séu ekki bara afköst- in sem séu meiri, heldur erf- iðið og áhættan. Hann bendir einnig á þá skoðun sina, að umfjöllun almennings í landi um sjómenn sé gjarnan á þá leið að þeir siðarnefndu fylg- ist lítið með því sem sé að gerast í þjóðlifinu, séu úti á þekju i þjóðmálunum. Þetta sé alrangt að hans mati; á sjónum séu blöðin lesin betur en þekkist annarsstaðar, nánast lesin upp til agna, og það komi fyrir að á upptekna sjónvarpsfréttatima sé horft oftar en einu sinni. Hann bætir þvi við aö það sé ekkert frekar hægt að alhæfa um sjómenn en aðrar stéttir. Og svo komum við inn á kvótann. Það liggur við að hann hati aflamarksleiðina. Hann segir hana að minnsta kosti vera út i hött, alranga og striða á móti grundvallarrétti manna. Það eigi að rikja frelsi innan þess lagaramma sem settur er um atvinnugreinar, en ekki það frelsi sem afla- marksleiðin setji sjómönnum. Þeim sé skammtaður afli næsta árs, hverju skipi út- hlutaður nákvæmur tonna- fjöldi í stað þess sem sé langtum réttara; að skiþin fái notiö svigrúms innan ákveð- ins heildarkvóta. Hann taki hliösjón af reynslu undanfar- inna ára og tillit til markað- anna og bjóði svo upp á kerfi sem geri ráð fyrir að menn reyni með sér. Samkeppni. „Það er enginn sem mælir á móti stjórnun fiskveiða, en menn greinir hinsvegar á um hvað hún eigi að ganga langt. Mérfinnst stjórnun án sveigj- anleika óstjórn. Stjórn sem veitir ekki svigrúm til frelsis og samkeppni hefur enga stjórn á mönnum." Gagnrýninn að eölisfari Þessi lina er lika áberandi í pólitikinni hjá Guðjóni, flokkspólitikinni. Hann hefur alltaf lagt áherslu á að menn fengju að njóta þess sem þeir gætu lagt fram sjálfir. „Taktu þetta samt ekki sem ég sé einhver forhertur frjáls- hyggjunagli. Það er nú öðru nær. Það er mikilvægt að gleyma ekki heildinni þegar talað er um að menn eigi að fá að njóta hæfileika sinna. Það á að leyfa frelsinu að njóta sin á þeim sviðum sem það gengur, en þess utan er eins gott að hafa gætur á þvi.“ Og maöur spyr i kvikindis- skap sinum hvort hann hafi einhverntíma verið kominn nálægt þvi aö kjósa Alþýöu- bandalagið. „Nei“, kemur undrafljótt fram á varir hans en svo

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.