Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Page 22
Nor-Fishing
Bjöm G.
Jónsson
liffræöingur
þýddi, stytti
og endursagði
Sjávarútvegsráöherra
Norömanna, Bjarne
Mörk Eidem, skoöaöi
sýninguna í fylgd Per
Berge framkvæmda-
stjóra Nor-fishing.
Möguleg framleiösla á surimi úr „iðnaðarfiski“
Johannes Opstvedt og Eyolf Langmyhr Sildolje- og Sildemelsindustriens Forskningsinstitutt
22 VÍKINGUR
Surimi er s.k. þveginn og
stöðuggerður fiskmassi og er
hefðbundin framleiðslu- og
neysluvara í Japan. Á síðasta
áratug hófu Japanir útflutn-
ing á surimi til Bandarikjanna.
Þá höfðu krabba- og skel-
dýraveiðar brugðist í Banda-
rikjunum og Japanirnir pöss-
uðu upp á að bragðbæta sur-
imi með „essensum" frá
krabba- og skeldýrum. Það er
styst frá þvi að segja aö við-
tökurnar á hinum nýja mark-
aði uröu framar öllum vonum.
Frá því 1981 hefur neysla á
surimi i Bandaríkjunum auk-
ist um 100% á ári, úr nokkr-
um tonnum i 20 þús. tonn árið
1985. Samt sem áðureru það
Japanir sem bæði neyta og
framleiöa um 90% af öllu þvi
surimi sem selt er.
Ekki er gert ráð fyrir auk-
inni eftirspurn í Japan en á
Vesturlöndum og þá sérstak-
lega í Bandarikjunum er gert
ráð fyrir stórfelldri aukningu.
Hversu mikil aukningin verð-
ur ræðst af því hversu tekst
til um kynningu vörunnar.
Bjartsýnustu spár gefa til
kynna eftirspurn upp á 225
þús. tonn i Bandarikjunum
árið 1990.
U.þ.þ. 60 tegundir fiska
hafa verið notaöar til fram-
leiðslu á surimi svo vitaö sé.
Langmesta magnið kemur þó
úr Alaska ufsanum (Alaska
pollock) eða um 90%. Sá
stofn er nú fullnýttur og búist
er við minnkun i leyfilegu
veiðimagni. Minnkaða veiði á
Alaska ufsa er tæpast hægt
að bæta upp með veiöi á
öörum tegundum sem hingað
til hafa nýst til framleiðslu á
surimi. Með bara óbreyttri
neyslu verður að öllum likind-
um „gat“ i framboði á surimi
upp á 100—200 þús. tonn
fiskjar á ári sem verður að
taka af e.h. fiskistofnum sem
ekki hafa verið notaðir í
þessu skyni áður. Ef svo er
gert er ráð fyrir að eftirspurn
haldi áfram aö aukast næstu
árin i sama takt og áður, má
gera ráð fyrir að taka þurfi
eftir 5 ár 500 þús. tonn af
fiski upp úr sjó þara til að
dekka aukninguna. Flest
bendir til þess að þetta verði
fiskistofnar sem i dag eru
nýttir meira til framleiðslu
fóðurs allskonar en til mann-
eldis, s.k. „iðnaðarfiskur".
Hvaða fiskistofnar geta