Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 47
Aldrei má... Aðgerðir til aukins öryggis á norskum fiskiskipum Fjárhagslegar afleiðingar Línuritin sem fylgja viö- talinu viö siglingamála- stjóra eru fengin hjá Siglingamálastofnun og skýra ýmislegt sem rætt var um og kemur fram í viðtalinu. það skylda allra eigenda skipa og báta að láta skoða skip sem eru 6 m eða lengri og menn hafa haldið þessa reglu þokkalega á þilfars- skipum, en aftur á móti eru mjög mikil vanhöld á þessu hjá eigendum opinna báta. Sem dæmi um þetta má nefna að á siðasta ári voru aðeins skoðaðir 390 opnir bátar af um 1500 sem voru á skrá. Viö erum með i gangi aðgerðir til að ýta á menn að láta skoða báta sína. Við höf- um auglýst það að skoðunar- menn okkar væru á þessum eða hinum staðnum. Þetta hefur boriö þann árangur að það sem af er árinu höfum við skoðað helmingi fleiri skip i þessum stærðarflokki en i fyrra. En það er samt ekki nóg, viö viljum að þeir komi allir til skoöunar, ekki síst í Ijósi þess hvaö trillunum fjölgar ört. Eina fjölgunin i flotanum er á þessum litlu bátum og sem dæmi um fjölg- un þeirra má nefna að á árinu 1985 og þaö sem af er þessu ári hefur þeim fjölgað um 220. Ég ber kviðboga fyrir þvi að menn fari að sækja meira á trillunum, jafnvel á vetrar- vertiö, og þvi er það alveg nauðsynlegt að bátarnir séu skoðaðir, eins og lög gera ráð fyrir." „Á þessu ári tókum við upp skyndiskoðanir á fiskiskip- um. Við erum búnir að skoða það sem af er árinu 111 báta með þessum hætti, sem er 12% — 15% af þilfarsskipum okkar, og við ætlum aö skoöa um 20% flotans í skyndi- skoðun á árinu. Útkoman hefur verið bæði góö og slæm, ef svo má aö orði kom- ast. I 9 tilfellum af þessum 111 uröum við að stöðva skipin og krefjast tafarlausrar lagfæringar á ákveðnum atr- iðum. Samstarf við Landhelg- isgæsluna hefur vaxið mjög á árinu og hefur hún á sjó skoðað pappíra 118 skipa á þessu ári og hefur 19 skipum af þessum 118 verið visað til hafnar og er það að stærstum hluta vegna ófullnægjandi skráningar áhafnar. Örfáir voru ekki með haffærniskir- teini i lagi.“ „Eitt af því sem við erum óánægðir með er þegar við framkvæmum ársskoðunina, þá er það algengt að enginn yfirmanna sé um boð. Ég tel alveg nauösynlegt, aö þegar ársskoðunin fer fram séu þeir um borö i skipum sinum til að ganga með skoðunarmönn- um um skipið og sýna þeim búnað og tæki og prófa fyrir þá þann búnað sem krafist er.“ VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.