Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Qupperneq 52
Sigurbjörn
Guðmundsson
stýrimaöur
52 VÍKINGUR
Utan úp licimi
Skipið er mitt,
sagði skipstjórinn
Þegar flutningaskipiö
„Cariwood Lilian“, 2500 tonn
dw. aö stærö, var boðið upp i
New York, vegna skulda út-
gerðar viö áhöfnina, átti
skipstjórinn hæsta boð í
skipiö, $ 300.000—. Skipið
haföi veriö gert út undir fána
Bahama, og útgerðinni geng-
iö illa. Rogalandsbankinn var
bakhjarl skipstjórans. Skipiö
var byggt 1969, og i umsjón
Norsk Veritas. Hinn norski
skipstjóri hyggst halda skip-
inu í norskum klassa. Hvers-
vegna var þetta ekki reynt hjá
þekktu félagi hér heima er fór
svipaða leiö?
Yfirmenn læra störf á
seglskipi
Þrir skipstjórar, ásamt
þrem stýrimönnum, voru
nýlega skráöir á skólaskipið
„Sorlandet" til náms. Áður
upptaldir yfirmenn eru allir frá
Whilhelmsen útgeröinni i
Oslo, en útgeröin hefur tekið
að sér að reka tvö seglskip til
farþegaflutninga á suðlægum
slóðum. Fyrra skipið skyldi
verða afhent i október 1986,
og hið seinna á næsta ári.
Seglskipin eru byggð í Frakk-
landi, og verða seglin tölvu-
stýrð. Ef eitthvað fer úrskeið-
is i hátækninni þykir örugg-
ara, aö yfirmennirnir hafi
numið siglingastörf, og sigl-
ingalist forfeðranna.
Siglt, með því að
stela af farminum
John Fredriksen útgerðar-
félagið (norskt) hefur fengið
á sig kröfur er nema 50 millj.
n.kr. vegna þjófnaðar af farmi
um borð i tankskipum sínum.
Útgerðin er uppvis að þvi aö
hafa notað „grískar leiðslur"
(grískir útgerðarmenn hafa
löngum kunnað að bjarga
sér) frá farmlestum skipanna,
í eldsneytistanka skipanna
og dælt á milli. Burtséð frá
þjófnaöinum, eru þessar að-
farir taldar stórhættulegar
gagnvart eldhættu. (I einum
þátta minna var eldsvoði rak-
inn um borö i grisku skipi, i
Egyptalandi, til áöurgreindra
„griskra leiðslna", og auk
eyðileggingar skipsins fórust
nokkriraf áhöfninni.).
Vaxandi atvinnuleysi
meðal norskra
yfirmanna á
farskipum
Fjöldi atvinnulausra yfir-
manna á norskum farskipum
hefur aukist úr 531 manni
(1985) i 898 1. sept. ’86. At-
vinnuleysi undirmanna er
2600, en margir hafa gefist
upp á að láta skrásetja sig og
farið í önnurstörf.
Tilraunamódel, af catmaran-seglskipi, meö tölvustýrðum
seglum, og öllum hugsanlegum þægindum fyrir farþega
framtíöarinnar. Þýskt módel, er sýnt var fyrir eigendur
skemmtiferöaskipa, en þaö hefur gróskan, og samkeppnin
veriö mest og bezt í siglingunum.