Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 59
Nokkrar staðreyndir um „Nokkrar staðreyndir“ Helga Laxdal fari fyrir þessu máli ef ekki er ýtt duglega á eftir þvi af okkur sjálfum, þvi þaö kerfi sem nú er i gangi i lífeyrissjóðsmál- um á sér þvi miður öfluga stuðningsmenn sem ekkert eru á þeim þuxunum að þreyta þvi óréttlæti sem nú viðgengst i þessum málum. Ég vitna hér orðrétt í bók Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, með hennar leyfi: „Ég nefni sem dæmi að á siðasta ári, 1984, nam lífeyrir greiddur öldruðum þingmönn- um og ráöherrum samtais 25 miljónum króna, meðan lífeyrir greiddur öldruðum sjómönn- um nam 33 miljónum króna. Nú eru starfandi þingmenn og ráðherrar 60 talsins en starfandi sjómenn 6000 eða hundraó sinnum fleiri. Samt greiða sjómenn meira en 3000% meira í iðgjöldum í sinn sjóð. Og lífeyririnn þeirra kom eins og hann lagði sig úr þeirra eigin sjóði. En ríkið greiðir mestan hluta eða 4/5 af iðgjöldum þingmanna og ráðherra, og er sú upphæð — f þetta skifti yfir 20 miljónir — sett á fjárlög árlega. Hrein eign lífeyrissjóðs þingmanna og ráðherra er nefnilega engin, meðan sjó- menn eiga yfir þúsund miljónir ísínum sjóði. Þeirpeningarliggja íbanka- kerfinu þar sem ríkið eða gróðahyggjumenn fá þá lán- aða til mismunandi þarfra verkefna. Lífeyrissjóðsféð er ekki laust til ráðstöfunnar fyrir fé- lagasamtök þeirra sem greitt hafa í sjóðina, þótt einstak- lingar geti fengið þar takmörk- uð lán á mjög háum vöxtum. Ég reyndi eitt sinn mikið að fá leyfi til að nota lífeyrissjóð Sóknar til að byggja hentugt fjölbýlishús fyrir aldraðar sóknarkonur, sem margar hverjar búa í leiguhúsnæði. Það fékkst ekki, en sama ár tók rikissjóöur 40% sjóðsins að láni og setti m.a. íhringveg- inn. Þannig styrkir ríkið suma líf- eyrissjóði en seilist eftir fé i aðra og allt er þetta sam- kvæmt lagaheimildum frá Al- þingi". Árið 1985 greiddi rikið 33 miljónir í ráðherra- og þing- mannasjóðinn, og naumast hefur hann gleymst i nýfram- lögðu fjárlagafrumvarþi fyrir árið 1986. Aðeins hálf sagan sögð Helgi Laxdal segir i grein sinni, og ber fyrir sig trygg- ingafræðing, að svo hægt sé að greiða lífeyri við 60 ára aldur þurfi að hækka iðgjöldin í 20—24% af launum. Hér segir Helgi aöeins hálfa sög- una þvi þessar tölur eru miö- aðar við að ávöxtun sjóðanna sé engin. Sé hinsvegar miðaö við aö sjóðirnir séu ávaxtaðir 2% umfram verðbólgu eru iðgjöldin komin niður í 12 — 14%. Það þarf með öðrum orðum aðeins að ná 2% raunvöxtum á sjóöina til að ná 60 ára markinu og sáralitla hækkun iðgjalda (enga ef hægt er að ná t.d. 2,5% raunvöxtun). Með öllum þeim ávöxtunarmöguleikum sem í gangi eru í dag verður að gera þá kröfu til sjóðanna að þeir ávaxti sig um a.m.k. 2% og mun mörgum finnast það lágmarkskrafa. Þá er rétt að minna á að samkv. út- reikningi fyrrverandi hag- fræðings FFSI, Bolla Héðins- sonar, þarf maður, sem byrjar að greiða í Lífeyrissjóð sjó- manna 23 ára gamall og ætl- ar að byrja að taka lífeyri 60 ára gamall i stað 65 ára og ná sama þunktafjölda á 37 árum i stað 42 ára, aöeins að bæta við iðgjöld sin 286 kr. og 5 aurum mánaðarlega miðað við verðlag i seþt. 1984. I yfirlýsingum frá útgerðum og rikisvaldinu við gerð kjara- samninga á undanförnum árum hefur þvi margsinnis verið lýst yfir að stefna skuli að því að sjómenn eigi þess kost að hefja töku lifeyris 60 ára gamlir. S.l. vetur var svo gerð breyting á sjóðum Eimskiþa- félagsins og Sambandsins þannig að hjá Eimskiþ voru mörkin hækkuð úr 65 árum i 67 ár en hjá Sambandinu úr 67 árum i 70 ár. Auk þess sem iðgjaldagreiðslur i sam- bandssjóðinn voru hækkaðar úr 10% af launum i 11,5%. Ofan á þetta bættist siðan að makalífeyrir var skertur mjög verulega og er nú naumast nema nafnið eitt hjá þvi sem var. Á mannamáli heitir þetta aö ganga þvert á gefin fyrir- heit 'I lögum nr. 48/1981 um Lif- eyrissjóð sjómanna segir að sjóðfélagi eigi rétt á að hefja töku lifeyris við 60 ára aldur hafi hann verið til sjós í 25 ár og að meðaltali 180 daga á ári. Þessi sérregla, segir Helgi Laxdal i grein sinni, þýðir i raun að engir fjármunir eru á bak við fimm ára lifeyr- isrétt 60—65 ára. Þeir fjár- munir verða ekki sóttir í rikis- sjóö, hefur Helgi eftir fjár- málaráðherra. Við skulum ekki gleyma þvi að margir greiða í sjóðinn en fá ekkert út, þeir peningar eru i sjóön- um m.a. til þessara nota. Fyrst og síðast er það þó ríkið, sem þrátt fyrir yfirlýsing- ar til FFSÍ, um að það mun ekki borga, veróur látið gera það, hvort sem Þorsteini Pálssyni og Helga Laxdal líkar betur eða verr. Lögin um 60 ára líf- eyrisrétt eru staðreynd, sam- birtist i siðasta tbl. Víkingsins. Ég er þess enda full- viss að ritstjórar Morgunblaösins heföu ekki tekið greinina til birt- ingar, heföi Vík- ingurinn náð að koma út áöur en greinin birtist þar. Þaö sem ræöur úrslitum um að greinin er samt sem áöur birt hér, erað málþaö sem um er fjallað er innanhússmál hjá FFSÍ — sem er eigandi blaðsins — og Víkingurinn er því hinn eini rétti vettvangur fyrir þau skoö- anaskipti. í öðru lagi vill Vikingur- inn ekki taka af- stöðu í slíkum málum né gefa til- efni til ásakana um hlutdrægni í deilumálum manna eða félaga innan FFSÍ. Undir- ritaöur undir- skrikar að með birtingu þessarar greinar hér er EKKI skapað for- dæmi, heldur áskilur blaðið sér rétt til þess að hafna slíku efni, þótt frá eigendum blaðsins sé kom- ið. Ritstjóri. VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.