Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 65
fyrsta umræða meö ávörpum ráðherranna sem hlut áttu aö máli, þeirra Sverris Hermannssonar og Halldórs Ásgrimssonar, en aö þeim loknum kynntu full- trúar starfshópsins niöur- stöður sinar. Aö þvi loknu höföu nokkrir menn framsögu um ýmis sjónarmið á þessu máli og enn síðar voru pall- borðsumræður, þar sem enn fleiri tóku til máls og sögðu sína skoðun. Margir ræðumanna höfðu orð á að hljóðlega hefði verið að þessu verki staðið, þannig að þeir hefðu ekki heyrt á það minnst fyrr en þeir fengu fundarboðið. Þeir hinir sömu létu í Ijósi það álit að nefndin hefði átt að leita álits enn fleiri manna en hún geröi, og fygldi þó allgóður nafnalisti manna sem hafðir voru með i ráöum, með framlögðum gögnum starfshópsins. Vel kann að vera aö skýrslan hefði orðið fyllri ef fleiri hefðu fjallað um efnið, en undirrit- aður telur að ekki hafi þarna verið lagðar fram fullmótaðar tillögur til að leggja fyrir Alþingi, heldur hafi fyrst og fremst verið lagður fram um- ræðugrundvöllur til undirbún- ings þessu stóra máli. Við íslendingar höfum gjarnan stært okkur af góðum sjávarafurðum á mörkuöum heimsins og á góðum stund- um höfum við jafnvel látið i veðri vaka að við ættum að gera okkur mat úr þekkingu okkar á meðferð sjávarafla og flytja hana út. Meiningin er hinsvegar sú að við stöndum engri fiskveiðiþjóð á sporði i menntun manna i sjávarút- vegsfræðum. Að visu eigum við ágætlega menntaöa tæknimenn til að stjórna skipum og vélum, en hinn almenni fiskimaður og fisk- vinnslufólk hefur ekki átt þess kost að heyja sér þekk- ingar i sinni starfsgrein. Þessvegna er ástæða til að fagna þeirri umræðu sem hér fer af staö og við verðum að vona að hún leiöi til mikilla framfara. Reyndar þarf að gera meira en vona, allir sem hlut eiga að málinu verða að leggjast á eitt til aö gera framvindu þess sem besta. Margir þeirra sem stigu i pontu á fundinum töluðu af þekkingu og reynslu af skólamálum og fóru þar auö- vitað fremstir skólastjórar og kennarar. Þeim bar nokkuð saman um að hagkvæmt væri að sameina skólana til þess aö gera kennsluna hag- kvæmari í þeim fögum sem eru eins i öllum skólunum. Aðrir bentu á að hugmyndir starfshópsins væru ekki nógu viðtækar, þar vantaði ýmsa nauðsynlega þætti, sem beint og óbeint snerta þennan aðalatvinnuveg okk- ar islendinga. Þar var nefnt að ekkert væri minnst á slysa- og öryggisfræðslu og einnig kom það álit fram að vélskólinn ætti enga samleið með hinum skólunum, þar sem stór hluti vélstjóra starfi ekki á sjó né við vinnslu sjáv- arafla. Þessvegna ætti skól- inn miklu frekar samleið með öðrum tækniskólum. Undirrituðum fannst vanta i umræðuna hugmyndir um menntun veiðimanna, þeirra sem afla fiskjar og flytja hann að landi. Þeirra hlutur er stór, þvi að enginn vinnur góða vöru úr lélegu hráefni, hversu menntaður sem hann er. Einnig vantar þar athugun á hagkvæmni þess að kenna útvegsfræði á háskólastigi hér, sbr. háskólann í Tromsö o.fl.. Sölutækni og markaðs- mál sjávarútvegsins þarf að taka miklu fastari tökum en gert hefur verið til þessa og þarvantarsérhæfða menn. Að siðustu vil ég nefna atriði sem ekki var á minnst í skýrslunni. Þar á ég við þá umfjöllun siglingaþjóöa, sem talsvert hefur heyrst af i seinni tiö, þess efnis að nú- verandi starfsskipting um borð i flutningaskipum sé að renna skeið sitt á enda og við taki skipstæknar, sem gangi saman að öllum störfum. Ef til vill eru þær hugmyndir enn of vanþróaðar til að vera mark- tækar, en eigi að siður er sjálfsagt aöskoða þær alvar- lega, þegar fjallaö er um end- urskipulagningu á mennta- kerfi sjómanna. Reyndar er þaö svo, að þegar hugmyndir þær sem starfshópurinn lagði fram, eru skoðaðar, verður varla séð að þær miöi verulega að auk- inni fræðslu fyrir þá sem að sjávarútvegi starfa, heldur miklu frekar að gera þá fræðslu sem fyrir er ódýrari í rekstri. Það er útaf fyrir sig gott markmiö, en það má ekki vera nema fyrsta stigið i stór- stigum endurbótum á sjávar- utvegsfræðslu. Hér er aðeins stiklað á stóru i umræðunni, en Viking- urinn hvetur alla sem áhuga hafa á málinu að leggja sitt álit fram, Vikingurinn er opinn þeim sem vilja leggja þar til málanna. S.V. Ráðherrarnir Sverrir Hermannsson og Hall- dór Ásgrímsson kynntu tilganginn með stofnun nefndarinnar, sem þeir skipuðu til að fjalla um sjávarútvegsskóla. VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.