Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 66
Tónlist Hcr oá nú Andrea Jónsdóttir „Bítla- hljóm- sveitin“ Bangles Stöllurnar í Bangles eru hrifnar af rödduöu og melódísku poppi 7. ára- tugarins. The Bangles er fjögurra stúlkna hljómsveit bandarisk, nánar tiltekiö frá Los Angel- es. Þær eru rétt rúmlega tvi- tugar og fengu þvi bítlatón- listina i vöggugjöf, eöa aö minnsta kosti á koppnum. Ekki hefur þetta verið óþægi- legur reynslutimi fyrir stúlk- urnar, þvi aö þangaö sækja þær fyrirmynd sina að hljómsveitinni og jafnvel nafniö lika, sem hljómar ekki ólikt og Beatles. Bangles er heiti yfir þessi fingerðu málmarmbönd, sem gefa frá sér glaðværan hljóm ef nógu mörg eru borin i einu; Beatles skirskotar lika til taktsláttar, eöa bítsins, en er lika oröaleikur ... beetles er nafn á ákveðinni bjölluteg- und, þ.e.a.s. skordýrspöddu ... en hvurslags er þetta — er þetta að veröa einhver oröskýringaþáttur? Best aö snúa sér aö músikinni: Bangles er ekta bítlaband hvaö hljóðfæraskipan varöar: sólógítar, ryþmagitar, bassi, tromma, og hljómsveitarmeð- limir taka allir þátt í rödduöum söngnum, en sólósöngur mest i höndum tveggja. Ef lýsa ætti músik Bangles- stúlknanna, mætti segja aö þær hljómuðu eins og sam- bland af bresku Bitlunum og bandarisku þjóölagarokk- hljómsveitinni Byrds. Þær hafa gefið út tvær breiðskifur og vöktu strax nokkra eftir- tekt. Þaö var þó ekki fyrr en þær gáfu út á smáskifu lagið Manic Monday, af seinni breiöskifunni, að þær slógu i gegn á vestræna heimsvisu. Lag þetta er sagt eftir Chris- topher, sem er dulnefni Prince ... ágætis popplag, og ekki er gott aö segja hvort vinsældir þess eru meira höf- undinum aö þakka en flytj- endunum; líklega eiga allir aöilar sinn þátt í því. Annað lag er ekki siöur skemmtilegt á plötu þessari (sem heitir reyndar Different Light) en þaö er i hálfgerðum þulustil: Walking like an Egyptian. Höfundur þess er Liam Sternberg, upptökustjóri og lagasmiður, sem haföi hönd i bagga með mörgum amerisk- um pönkpoppurum sem reyndu fyrir sér á Stiff-merk- inu breska á áttunda ára- tugnum, þegar þaö var og hét á pönk- og nýbylgjutimum i Bretlandi. Bangles hafa gert ansi skemmtilegt myndband viö þetta lag þannig aö ekkert er vinsældum þess til fyrir- stööu. Þriöja lagiö sem sker sig úr aö ágætum heitir Fol- lowing og er eftir bassaleik- ara Bangles, Michael Steele ... dálitill Dylan-keimur af þvi. Tólf lög eru á Different Vicki Peterson sólógítarleikari og önnur aöalsöngkonan. Debbi Peterson, trommur og söngur. Michael Steele, bassi og söngur. Light, eins og var á flestum plötum á aöal-bitlaárunum, enda voru breiðskifur þá ein- faldlega kallaöar 12 laga plötur, hérlendis a.m.k.. í heildina er þetta létt popp hjá Bangles, klingjandi gítarar og smáskreytingar með hljóm- borðum af og til. Sjálfar segj- ast þær vera rokkaöri á hljómleikum og ætla að hafa meira rokk á næstu plötu. Enn eitt dæmi má nefna um tengsl þeirra viö 7. áratuginn: hinir endurvöktu Monkees hafa beðið þær aö semja lag fyrir sig á plötu sem þeir gömlu gaurar hyggjast gefa út nú eftir 17 ára hlé i þeim efnum. Loks má geta þess, aö Bangles er ekki ein af þeim kvennahljómsveitum sem einhverjum bissnessmannin- um datt i hug aö stofna til aö græöa á (reyndar var stráka- sveitin Monkees búin þannig til) — þær stúlkur eru vinkon- ur, tvær þeirra systur, og stofnuðu hljómsveitina sér til ánægju og yndisauka. Þær segja þó aö gott sé ef þær virki sem hvatning á aðra, fólk sjái að það geti hrundið ýmsu i framkvæmd leggi þaö nógu hart að sér, hvort sem þaö er kvenkyns, karlkyns, svart eða hvitt. Susanna Hoffs, gítarleikari og aöalsöngvari Bangles.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.