Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Side 67
4^-'
Hcr oé nú
Myndbönd
Á hvaö horfir fólk?
Já, þaö er eins og svo oft
áöur aö mig rekur i rogastans
þegar ég sé þær myndir sem
eru eftirsóttastar á mynd-
þandaleigunum. Ég fór inn á
myndóandaleiguna Snæland
i Kópavogi og þaö um mynd
sem gengi vel og fékk „Black
moon rising”.
Þessi mynd, sem er í B
flokki, fjallar um einkaspæj-
ara á vegum stjórnarinnar.
Honum er fengiö það verkefni
að stela tölvubandi frá fyrir-
tæki og tekst það, aö sjálf-
sögöu, en fær þá flokk örygg-
isvarða á eftir sér. Okkar
maður „Quint” (Tommy Lee
Jones) felur spóluna i ný-
Leikstjóri:
Miska Suslow.
Aðalhlutverk:
Tommy Lee Jones,
Linda Hammilton.
Þriller
Sýningartími:
110 mín., isl. texti.
i
smiðuðum þil. Bilnum er siö-
an stolið, Quint þarf þá aö
fást við hóp þilaþjófa og
öryggisvarða. Honum tekst
að Ijúka verkefninu og vel
það. En myndin skilur ekkert
eftir nema aö þillinn „Black
moon” er afar áhugaverður,
ekki sist fyrir það að hann
gengur fyrir vetni. Myndin er
langdregin og maður hefur á
tilfinningunni að sum mynd-
skeiðin séu aðeins til að fylla
út i timalengd fullbúinnar
myndar. Ég ráðlegg þeim
sem leigja myndina þrátt fyrir
þau orð sem ég hef sett hér á
blað aö skoða aðeins endinn,
þvi annað er timasóun.
Stefán Sturla
skrifar
Leikslok í Smyrnu
Leikslok i Smyrnu er ekki
til á myndbandi mér vitan-
lega, heldur er þar á ferðinni
leikrit, sem Nemendaleikhús-
ið í Lindarhæ i Reykjavik
frumsýndi 23. október s.l..
Vikingurinn segir frá þvi hér
vegna þess að Stefán Sturla,
sem hefur skrifað mynd-
bandagagnrýnina fyrir Vík-
inginn siðan hún hófst i blað-
inu, leikur stærsta hlutverkið í
leikritinu. Stefán Sturla og
bekkjarfélagar hans í Leik-
listarskóla íslands eru nú á
síðasta ári i námi við skólann,
en siðasti veturinn er raun-
verulegt starf i leikhúsi, Nem-
endaleikhúsinu, þar sem leik-
rit eru sviðsett og sýnd al-
menningi gegn aðgangseyri.
Ástæðan fyrir þvi, að mynd-
bandagagnrýnin féll niður í
siðasta blaði og er svo litil i
þessu sem raun ber vitni, er
sú að höfundurinn hefur verið
svo upptekinn af æfingum á
leikritinu, að hann hefur ekki
tekið sér tima til að skoða
myndbönd og skrifa um þau.
En hann lofar bót og betrun i
framtiðinni, þvi að hann villl
gjarnan vera þó ekki sé nema
i óbeinu sambandi við gömlu
félagana sína á sjónum.
Leikslok í Smyrnu gerist
einhverntima fyrr á öldum i
Feneyjum og fjalla um ungan
hálfruglaðan greifa, sem er
krypplingur. Hann er haldinn
brennandi þrá eftir fullkomn-
uninni og vonast til að finna
hana i óperunni. En óperu-
söngvararnir eru svo voða-
lega mannlegir og lausir við
alla fullkomnun að draumur
kroppinbaksins getur ekki
ræst. Þá vill hann hefna sín á
söngvurunum og leikritið
fjallar um hefndarplottið og
baráttu söngvaranna um
hlutverkin sem gefa mesta
möguleika á frægð og pen-
ingum. Útkoman er hlátur og
grátur til skiptis, miklu meira
þó af hlátri.
Leikararnir ungu fara flestir
á kostum og leika af mikilli
innlifun og ótrúlega vel, ekki
síst okkar maður, Stefán
Sturla, sem skilar mjög erfiðu
hlutverki hreint prýðilega. Ég
Okkar maður, Stefán
Sturla, i hlutverki rugl-
aða greifans í Leikslok-
um í Smyrnu.
VÍKINGUR 67
hvet lesendur til að fara i
Nemendaleikhúsið eitt kvöld
á næstunni til að sjá Leikslok
i Smyrnu, það er góð
skemmtun.
SV