Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 70
Ratsjá VÍKINGUR LÚÐA. Birgöir aukast og margir óttast að sala ' minnki vegna hins háa verös. Birgðir af frystri lúöu voru aðeins yfir 4540 tonn i lok maimán- aöar, sem var mikil aukning frá lok aprilmánaö- ar þegar birgöirnar voru 450 tonn. Birgðir í lok maí 1985 voru 2100 tonn. En jafnvel þótt þirgðir hafi vaxið er veröiö áfram hátt. I byrjun vertíöar var verð upp úr skipi 169 kr/kg sem samsvarar heildsöluveröinu 175 — 185 kr/kg. í smásölu hefur veröiö hækkað heldur meira og hafa verksmiðjuframleiddir réttir veriö seldir á 460 kr/kg, en á siðasta ári fengust 275 kr. fyrir kilógrammið af sömu vöru. Um miðjan júni höföu veiöst 19.070 tonn af 30.146 tonna kvóta. Þegar leið á vertiöina hækkaöi verö til sjómanna og fór upp í 185 kr/kg á ferskum fiski. Heildsöluverð var á sama tíma 199 — 203 kr/kg fyrir frysta lúðu. Þaö eru teikn á lofti um minnkandi sölu hjá smásölum sem gæti stafað af hinu háa veröi og viðbrögöum neytandans gegn því. LAX. Markaður fyrir stóran lax (chinook) er slakur um þessar mundir og kemur þaö sér- staklega viö sjómenn sem veiða lax á línu. Þeir fá nú aöeins 164 kr. i Alaska en ekki nema 146 kr/kg i British Columbia (Kanada). Áriö 1985 var verö á þessari stærö af laxi i Alaska 229 kr/kg upp úr sjó, þaö hefur þvi lækkað veru- lega. Sunnar viö vesturströnd Bandaríkjanna eöa sunnan viö 48. breiddargráöu ætluðu fisk- kaupendur aö lækka verðiö úr 217 kr/kg i 185 kr/kg Sjómenn mótmæltu þessu meö því aö binda báta sina. Kaupendur töldu sig ekki geta greitt hærra verö en 185 kr/kg þar sem þeir heföu tapað markaðnum til Norðmanna sem flyttu inn til Bandrikjanna eldislax. Meö verö- lækkuninni gætu þeir hugsanlega náð við- skiptavinum aftur. Viö vesturströnd Bandaríkj- anna sunnan 48. breiddargráöu höföu veiðst 48.344 laxar 8. júni, en á sama tima i fyrra var veiðin 44.484 laxar. Birgðir af frystum stórlaxi voru i maí lok um 450 tonn, i april um 900 tonn en voru 500 tonn í maí 1985. Af öörum tegund- um (smærri laxi) voru birgðir i mai s.l. 5000 tonn, 7000 tonn i april, en 4500 í maí 1985. Frá Evrópu berast þær fréttir aö birgöir af frystum laxi hafi eitthvað minnkaö. Hvaö varöar niður- soöinn lax voru fyrir hendi 1,4 milljónir kassa 1. mai s.l.. Áriö 1985 voru þessar birgðir i sama mánuði 1,8 milljónir kassa og 1,2 milljónir áriö 1984. Kyrrahafslaxanefndin gerir ráö fyrir aö alls 14 milljónir laxa muni á þessu ári ganga i Fraser River, sem er aö hluta á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Nefndin ætlar að skilja 4,6 milljónir laxa eftir í ánni, en skifta 9,5 milljónum milli Kanada og Bandaríkjanna þannig aö Kanada fái 7,2 milljónir laxa, en Bandarikjamenn 2,3 milljónir. SURIMI. Eins og er selst öll surimiframleiösl- an svo til jafnóöum og veröið fer hækkandi. Um miöjan júni var heildsöluverð á fyrsta flokks surimi framleiddu um borö í verksmiðjutogara 132 — 138 kr/kg á Japansmarkaöi. í Bandaríkj- unum voru birgöir af frystu surimi um miöjan júni 640 tonn, en voru í april lok 680 tonn. Birgöir af surimifiskafuröum, þar með talinn gervikrabbi, jukust úr 1770 tonnum í aprillok s.l. i 2810 tonn i maílok. I Japan voru birgöir af frystu surimi í marslok s.l. 100.400 tonn, sem var nokkru minna en i febrúar þar sem birgðir voru 104.997 tonn og 121.023 tonn i mars 1985. Útflutningur Japana á gervikrabba til Bandarikjanna á timabilinu janúar—april hefur aukist úr 8600 tonnum sömu mánuöi 1985 í 9000 tonn á þessu ári. Áhrif Kóreumanna á þessum markaði halda áfram aö aukast. I vetrarbyrjun veröa þeir búnir aö taka i notkun sex nýja verksmiöjutogara, sem allir vinna aflann i surimi og samtals afkasta 250 tonnum af þessari afurð á sólarhring. ANSJÓSA. Hrygningarstofn ansjósu viö vesturströnd Bandarikjanna hefur nýlega verið metinn 770.000 tonn. Ákjósanleg árleg veiöi er talin 144.900 tonn, en leyfð veiöi árin 1986 og '87 er 140.000 tonn. Þaö sem af er vertið- inni hefur aðeins veriö landaö 1511 tonnum. Betur gengur i makrílveiöunum þvi þar höfðu veiðst 15. júni alls 19.047 tonn. RÆKJA. I byrjun júli var verö upp úr skipi 46 kr/kg.. Þetta háa verö og aö veiði var góö varö til þess aö margir héldu áfram rækjuveiðum, sem annars hefðu hætt. I lok júni var afli sem landaö var i Washingtonriki i Bandarikjunum orðinn meiri en nokkru sinni fyrr eöa siöar eöa 4360 tonn. Þetta er um það bil þrefalt meiri veiöi en áriö 1985. i Oregon, næsta ríki sunnan við Washington, varð svipuö aukning, en þar voru komin á land 15. júli 6810 tonn af 9530 tonna leyföri veiði. i Washington fóru 220—240 stykki í kílógrammið en 240—280 í Oregon. SÍLDARHROGN. Um 71.000 tonn af síld veiddust á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og Kanada á sildarvertiðinni 1985—86. Úr þess- ari sild fengust 9050 tonn af hrognum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.