Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Síða 13
Vonirnar
öryggismálanna. Ýmsar
reglugerðir hafa verið gefnar
út varðandi öryggismálin, en
hvernig gengur að koma
þeim í framkvæmd?
„Það er rétt að margar reglu-
gerðir hafa verið gefnar út og
eftir það er auðvitað höfuðmál-
ið að koma þeim til fram-
kvæmda. Reglugerðir sem eru
bara bókstafir koma að engu
gagni. Mig langar að nefna í
þessu sambandi lokunarbúnað
á lestum. Á síðari árum hefur
þróunin verið sú að setja lestar-
lok á skip, samt er enn nokkur
fjöldi skipa með gömlu tréhler-
ana. Það hafa orðið slys þar
sem vitað er að slíkur búnaður
var óskálkaður. Skipin fengu á
sig sjó og hann komst í lestar.
Við teljum að nýtískulegri bún-
aður, þar sem lestarlokið er
ávallt á en lúgur opnaðar fyrir
afla, sé mikið öryggisatriði. Um
næstu áramót fellur niður
heimild til að nota tréhlera og á
næstu vetrarvertíð verður því
óheimilt að vera meö þá yfir
lestum.
Hitt liggur aftur á móti í aug-
um uppi að lestarlok er engin
allsherjar lausn ef lokin eru ekki
fest við lestarlúgurnar. Maður
hefur því miður séð það að skip
sem eru með þennan búnað
nota hann ekki. Lestarlokið
hefur verið tekið af og allt gal-
opið. Huga þarf vel að því að
fjöldi og staðsetning fiskilúga á
lestarlokum sé eftir þörfum og
torveldi ekki vinnu um borð.
Ég minntist á nýjar kröfur um
sjósetningarbúnað björgunar-
báta á minni skipunum. Af
þessu tilefni standa nú yfir ítar-
legar prófanir á búnaðinum hjá
Iðntæknistofnun íslands. Próf-
anirnar eru gerðar í samráöi við
stofnunina, og ætlað að færa
okkur meiri vitneskju um það
hvers má vænta af búnaðinum.
Þegar reglugerðin var sett á
sínum tíma var sáralítil reynsla
komin á búnaðinn. Ef til vill má
segja að þær miklu umræður
og á stundum deilur sem urðu
um sleppibúnaðinn hafi orðið til
vegna þess hve takmarkaðar
prófanirnar höfðu verið. Það er
ævinlega auðvelt að vera vitur
eftir á en mitt álit er að heppi-
legra hefði verið að reglugerðin
hefði ekki verið sett um leið og
hugmyndirnar um búnaðinn
komu fram. Ég tel að betra
hefði verið að setja búnaðinn
um borð í skipin og reyna hann
til þrautar áður en menn fóru að
skrifa reglur. Ég veit að Sigl-
ingamálastofnun vildi láta bíða
með að setja reglugerð. Áhug-
inn í þjóðfélaginu fyrir þessum
búnaði var aftur á móti slíkur að
ákveðið var að setja reglurnar.
Breytingin á reglugerðinni
átti að taka gildi 1. september
síðastliðinn en vegna þess aö
prófunum er ekki lokið hefur
gildistöku hennar verið frestað
til 1. nóvember næstkomandi."
— Vinnuslys um borð í
fiskiskipum eru ótrúlega al-
geng á íslenskum skipum
samkvæmt skýrslu sjóslysa-
nefndar. Er það mál í ein-
hverri sérstakri athugun hjá
ykkur?
„Já, einmitt, nýlega hafa
verið gefnar út nýjar reglur um
vinnuöryggi á fiskiskipum.
Fyrirferðarmest af breytingum
sem þar eru gerðar frá fyrri
reglum er um aðbúnað á vinnu-
þilfari fiskvinnsluskipa. Þegar
fyrstu togurunum var breytt í
frystiskip voru nánast engar
reglur til. Þær reglur sem við
höfum nú sett um frystitogar-
ana og önnur hugsanleg fisk-
vinnsluskip varða vinnsluvélar,
greiðar útgönguleiðir ef menn
þurfa að yfirgefa vinnslusalina
snögglega, neyðarlýsingu og
fleira í þessum dúr. Þegar byrj-
að var að breyta togurunum yfir
í frystitogara fylgdumst við að
sjálfsögðu með þeim breyting-
um og gerðum tillögur varðandi
þessi atriði sem ég nefndi. En
við höfðum engar reglur til að
styðjast við. Segja má að þær
reglur sem nú eru að taka gildi
séu byggðar á reynslu okkar
undanfarin ár. Þær munu svo í
framtíðinni gilda fyrir öll ný skip
og þau sem fara í breytingu. Ég
held að það þurfi ekki að gera
umtalsverðar breytingar á
þeim togurum sem þegar hefur
verið breytt til samræmis við
þessar nýju reglur þar sem við
höfum fylgst með þeim öllum
og flest er í þeim farvegi sem
við viljum hafa. Önnur atriði,
sem breytt er, varða öryggis-
búnað og fyrirkomulag við
vindur og spil.“
„Reglugerðir sem eru
bara bókstafir koma að
engu gagni.“
Skærir litir á smá-
bátum
„Nýverið voru settar reglur
um að stýrishús og hástokkar
VÍKINGUR 13