Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 18
Vonirnar 18 VÍKINGUR kemur aö eftirlitiö veröur ná- kvæmara og samræmdara. Af öörum stórum verkefnum sem hafa verið í gangi má nefna uppsetningu á eldviðvör- unarbúnaði um borð í fiskiskip- um. Slíkur búnaður er nú kom- inn í öll skip. Þar er um að ræða hita- og reykskynjara í öllum rýmum skipanna. Nú þegar veit ég dæmi um að þessi búnaöur hefur komið í veg fyrir elds- voða, en því er ekki að leyna að vandamál hafa komið upp. í sumum tilfellum hafa uppsetn- ingaraöilar búnaðarins ekki staðið sig sem skyldi. Það hef- ur svo aftur valdiö því að skip- verjar hafa tekið búnaðinn úr sambandi vegna þess að hann var að fara í gang þegar ekkert var að. Áhöfnin hefur svo ekk- ert gert í því aö láta gera við búnaðinn eða uppsetningu hans. í öðrum tilfellum hefur skipstjóri haft samband við uppsetningaraðila, sem svo aftur hafa ekki sinnt málinu eins og þeim bar. Sem dæmi í þessu sambandi má nefna að titringur hefur á stundum valdið því að tækin hafa farið í gang. Þar sem uppsetningaraðilar hafa lagt sig fram um að leysa þetta hefur það tekist. Aðrir hafa því miður brugðist en það er hinsvegar engin lausn að taka búnaðinn úr sambandi eins og ég veit dæmi um að gert hefur verið. Mig langar einnig að minnast á verkefni sem við erum með í vinnslu, en það er hávaðamæl- ing um borð í skipum. Eftirlits- maður frá Siglingamálastofnun hefur farið tvær ferðir í sumar og farið um borð í 19 skip sem eru með fiskvinnslu um borð. Við höfum notið góðrar aðstoð- ar Landhelgisgæslunnar við þetta verkefni. Það hefur enn ekki verið unnið úr þeim upp- lýsingum sem aflað var, en þær verða kynntar eigendum skip- anna um leið og þær liggja fyrir. Síðan munum við nota þær til að ákveða hvað þarf að gera almennt um borð til að minnka hávaðann. Það er vitað að háv- aði hefur valdið miklum heyrn- arskemmdum og því hefur verið haldið fram að sjómenn hafi orðið fyrir þessu mjög mik- ið. Því held ég að minnkun háv- aða um borð í skipum sé eitt af því sem leggja þarf aukna áherslu á í framtíðinni. Þetta á ekki síst við nú eftir að fisk- vinnsluskipin komu til sögunn- ar, þar sem vitað er að um borð eru ýmis tæki og vélar sem valda miklum hávaða. Við er- um með ákveðnar reglur um hávaða og miðum við 80 desi- bel, en við vildum mæla hávað- ann við raunverulegar aðstæð- ur og því var maður sendur um borð í skipin og dvaldist einn til einn og hálfan sólarhring í hverju skipi." Undanþágurnar — Áður en við Ijúkum þessu spjalli langar mig að spyrja um undanþágurnar, sem svo mikið var rætt um fyrir nokkrum árum hvernig; standa þau mál? „Það hefur orðið verulega breyting þar á til þatnaðar, en samt sem áður varð nokkur fjölgun á undanþágumönnum á síðasta ári. Við höfum ekki handbæra skýringu þar á nema ef þetta tengist hertum aðgerðum varðandi lögskrán- ingar á skipin. Varðandi lög- skráningu hefur víða verið pott- ur brotinn og auðvitað er þar um vítavert athæfi að ræða ef menn eru ekki með lögskrán- ingu á skipum sínum. ífyrravarfarin kynningarher- ferð varðandi lögskráningu um allt land á vegum samgöngur- áðuneytisins og í því tóku þátt starfsmenn Siglingamálastofn- unarinnar og fulltrúar hags- munasamtaka. Ég hef trú á því að lögskráning hafi batnað verulega við þetta. Og ég held að sú aukning sem varð í fyrra á undanþáguveitingum stafi af þessari herferð. Ef til vill er aukning engin, það var bara ekki sótt um undanþágur áður. Frá árinu 1984 til 1987 hafði verið stöðug fækkun á undan- þágum eða úr 1105 árið 1984 niður í 711 árið 1987. Það liggur þó fyrir að réttindi þeirra sem eru á undanþágu eru meiri nú en áður var. Algengast er að sótt sé um undanþágu fyrir menn upp fyrir þau réttinda- mörk sem þeir hafa. Ég gæti trúað að hin mikla fjölgun smá- báta eigi hér nokkra sök, vegna þess að það er algengt að menn með full réttindi fái sér smábát og hætti vinnu á stóru skipunum. Þess vegna hefur fækkun undanþáguumsókna ekki verið með sama hraða og árin 1984 til 1986.“ — Heldurðu að námskeið- in sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár valdi því? „Það er enginn vafi á því. Námskeiðin hafa komið að miklu gagni og það voru þau fyrst og fremst sem urðu til þess að undanþágubeiðnum fækkaði fyrstu árin." — Hvernig er staðan í ár? „Mér sýnist í fljótu bragði að það verði álíka margar um- sóknir um undanþágur í ár og í fyrra eða rösklega 700. Ég vil þó taka fram, að réttindalaus- um mönnum með undanþágu hefur fækkað mjög hin síðari ár og þar hefur engin breyting orðið á það sem af er árinu. Það stefnir því allt í rétta átt með þessi mál, þótt þau mættu ganga heldur hraðar fyrir sig“, sagði Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri að lokum-. S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.