Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 24
Virkjanir Garðar Kári Garðarsson vélfræðingur er trúnað- armaður félagsins við Laxá og sést hér við stjórntöflu virkjunarinn- ar. ■I þessu kerfi til vélfræðinganna í sinni þjónustu. Að þessu skoð- uðu er ennþá eðlilegra að Landsvirjunarmenn séu óánægðir með kjör sín og teng- ingu þeirra við verksmiðjurnar, en sagan segir okkur að upp- taka á ákvæðisvinnu hefur það í för með sér að fastur hluti launanna hefur tilhneigingu til þess að lækka hlutfallslega með hækkandi launum, þ.e.a.s að áhersla starfsmanna til þess að hækka föstu launin minnkar ef ákvæðisvinnuþátturinn skil- ar ríflega þvi sem þar vantar, enda mun einfaldara að fela slíkar kjaraþreytingar í því sam- anburðarþjóðfélagi sem við lif- um í. En hvað er til ráða til að bæta hlut þessa hóps sem ekki hefur verkfallsrétt til að ná fram eðli- legum kjarabreytingum? í dag virðast verkföll litlu skila, afturá móti er komin fram ný tækni í þessum málum. Hún virðist vera eitthvað í þá átt að starfs- menn mæta í vinnu en gera helst ekki neitt, í það minnsta mjög lítið. Hvort starfsmenn Landsvirkjunar grípa til slíkra,, moderne" vinnubragða til að rétta sinn hlut skal ósagt látið enda ekki í mínum verkahring að hafa áhrif þar á. „Svört skýrsla“ í Noregi íslenskur sjávarútvegsfræðingur veldur deilum í norskum sjávarútvegi Gunnar Ægisson sjáv- arútvegsfræöingur. 24 VÍKINGUR íslenskur sjávarútvegs- fræðingur, Gunnar Ægisson, hefur hrundið af stað miklum umræðum um stöðu og framtíð norsks sjávarútvegs. Fór um- ræðan af stað í kjölfar skýrslu sem Gunnar gaf út í lok ágúst og nefnist „Norskur sjávarút- vegur árið 2000“. í skýrslu Gunnars er dregin upp frekar dökk mynd af fram- tíðinni. Þar er þvi spáð að áframhald verði á þeirri fólks- fækkun sem orðið hefur í strandbyggðum Norður-Nor- egs. Einnig spáir hann því að áhrif hagsmunasamtaka í sjáv- arútvegi á þróun landsmála muni minnka. Þess ber að geta aö skýrsla Gunnars byggist á viðtölum við 33 áhrifamenn í norskum sjávarútvegi og dreg- ur hann ályktanir sínar af um- mælum þeirra. Viðbrögð við skýrslunni hafa verið á ýmsa lund. Einar Hep- sö, formaður Norges Fiskarlag, er ekki sammála niðurstöðum skýrslunnar en vill ekki úttala sig fyrr en samtök hans hafa fjallað um málið. Varaformaður fylkisstjórnar- innar í Finnmörku, þar sem mesta samdrættinum er spáð, dregur ályktanir Gunnars ekki í efa heldur segir að stjórnmála- menn verði að sporna gegn því að spádómar hans rætist. Enn aðrir óttast að niðurstöður skýrslunnar gætu reynst áhrinsorð og ýtt undir þá van- máttarkennd sem þegar er far- ið að gæta í sjávarplássum Norður-Noregs. Gunnar bendir hins vegar á að útkoma skýrslunnar sé for- sendan fyrir því að hægt sé að bregðast við þróuninni með skynsamlegum hætti. „Fyrst núna, þegar búið er að sýna hvert þróunin stefnir, er hægt að hafa áhrif á hana“, segir hann. Gunnar Ægisson lærði fag sitt i Tromsö en starfar nú sem vísindamaður við Hafrann- sóknastofnunina í Þrándheimi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.