Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 40
Frá forystunni Fór Sigurbjörn eftir þennan fund til lögmanns félagsins, sem var sama sinnis og stjórn- in. Einhverra hluta vegna vildi Sigurbjörn ekki senda kæruna fyrr en í byrjun ársins 1985. Sú staðhæfing að stjórnin hafi meinað Sigurbirni að fá að- stoð hjá lögmanni félagsins er alfarið röng, sem best sést á því að Sigurbjörn sagði sjálfur í grein í Helgarpóstinum 4. des. 1986 að Skúli Pálsson hrl., lög- maður félagsins, hefði ráðlagt sér að kæra til Rannsóknar- lögreglu Ríkisins og var ekki annað vitað á þeim tíma en Sig- urbjörn væri fullkomlega sáttur við þá málsmeðferð. Málið var sent f rá Rannsókn- arlögreglu Ríkisins 30. apríl 1985 til Ríkissaksóknara sem afgreiddi málið 8. jan. 1986 á þann veg að hann sæi ekki ástæðu til aðgerða. Hinn 1. apríl 1986 var haldinn fundur í stjórn félagsins að beiðni Sigurbjörns. Enn tók hann upp „fölsunarmálið" svonefnda og óskaði eftir að fé- lagið „gengi í það“ eins og hann orðaði það. Hann lét hinsvegar undir höfuð leggjast að segja frá því sem öllu máli skipti, að saksóknari hefði þegar af- greitt málið á þann hátt sem að framan greinir. Ennfremur óskaði Sigur- björn eftir því á fundinum að félagið aðstoðaði sig við aö ná rétti sínum hjá útgerðinni og taldi að hann hefði verið látinn gjalda þess að hann hefði tekið þátt í félagsmálum stéttar sinn- ar. Hann gat hinsvegar engin dæmi nefnt um þetta en dró fram atvik sem varð til misklíðar milli hans og annars stýri- manns á skipinu, en útgerðin átti engan þátt í. Atvik þetta var kannað af framkvæmdastjóra félagsins á sínum tíma og sá hann ekki ástæðu til að hafast frekar að. Málsatvik voru þau að Sigur- björn stundaði nám í útgerðar- deild Tækniskóla fslands haustið og veturinn 1982. Um miðjan desember hugðust stýrimenn skipsins skipuleggja vaktir og vinnu sína um jól og áramót. Komu þeir að máli við Sigurbjörn og spurðu hvort hann hygðist koma til starfa í jólafríi. Hann svaraði engu og vissu þeir ekki hvort hann kæmi til starfa á umræddu tímabili. Geröu þó ráðfyrir hon- um nokkurn tíma. Sigurbjörn birtist þó einn góðan veðurdag og sagðist mættur til vinnu. Honum var þá sagt af sam- starfsmönnum að hans tími væri ekki nú og yrði hann að ganga inn í það kerfi sem sett hefði verið, hann hefði getað haft á það áhrif en ekki viljað og yrði nú að una því eins og það væri. Þessu reiddist Sigurbjörn og taldi sig vera ofsóttan af út- gerðinni, sem var hrein fjar- stæða, þar sem skipulag þess- ara mála var alfarið í höndum stýrimannanna sjálfra. Það er rétt að stjórn félagsins taldi sér ekki fært að hafa afskipti af þessu margra ára gamla deilu- máli. Þetta voru þau mál sem fé- lagiö vildi ekki sinna fyrir Sigur- björn og hann gerði að ástæðu til að segja af sér stjórnarstörf- um og ásökunarefni á stjórn og framkvæmdastjóra félagsins í Helgarpóstinum 4. des. 1986 og nú í Sjómannablaðinu Vík- ingi. Það var svo nokkurnveginn jafnsnemma að Helgarpósts- greinin birtist að Sigurbjörn sagði af sér varaformennsk- unniog að honum var sagt upp störfum hjá útgerðinni. Enn þurfti hann á aðstoð lög- fræðings að halda. Leitaði hann þá að sjálfsögðu aftur til lögmanns SÍ sem „stóð með honum og náði 330% (!!!) bótum og toppmeðmælum" að sögn Sigurbjörns sjálfs. Menn verða svo að meta það hver fyrir sig hvort líklegt sé að SÍ hafi lagst gegn því að Sigur- björn næði þeim rétti sem hon- um barog hafajafnframtíhuga Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið T eppi og dreglar til skipa ávallt fyrirlyggjandi GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjargötu 9 Örfirisey Sími: 14010 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.