Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Síða 51
Hcr oá nú smiínisjmm Myndbönd
Nornirnar frá Eastwick
Leikstjóri: Kennedy Mull-
er.
Aðalleikarar: Jack
Nicholsson, Cher
Susan Sarandou, Michelle
Pfeiffer.
21/2 stjarna
Full metal jacket
Enn eitt meistarastykkiö frá
leikstjóranum Stanley Kubrick
sem meðal annars skapaöi
The Shining, Clockwork or-
ange, Spartacus og fleiri. Hér
dregur hann upp hörku í heimi
sem maður reynir aö forðast í
lengstu lög, en kalli háttsettur
maður, hlaupum við til og látum
okkur hafa það að dreifa blóði
ímyndaðs andstæðings um
jarðir sem við höfum ekkert
með að gera.
Sex ár voru liðin frá síðustu
mynd Kubricks þegar Full met-
al jacketva.i frumsýnd í bíóhús-
unum. Sá tími hefur greinilega
verið vel nýttur því varla er
hægt að finna slæmt mynd-
skeið í allri myndinni. Hver taka
úthugsuð, hver hreyfing nauð-
synleg og engin ónauðsynleg,
hver einasti þáttur myndarinn-
ar nauðsynlegur til að skapa
það andrúmsloft sem ríkir í
myndinni og gefa áhorfandan-
um vitneskju um hvernig „Mar-
ine Corps“ tekur á móti venju-
legum ungum mönnum og
Nornirnar frá Eastwick
Smábæjarlíf getur oft orðið
mönnum erfitt, sérstaklega þó
þeim sem skera sig úr að ein-
hverju leyti. Þetta ættum við ís-
lendingar kannski að vita allra
manna best. Kjaftasögurog illa
innrætt fólk getur gert lífið ansi
erfitt þeim sem minna mega
sín, í guðs nafni og amen. í
Nornunum frá Eastwick sam-
einast fjórar persónur sem vilja
njóta lífsins á ósiðsamlegan
hátt að mati smábæjarbúa.
Mikilsmetin kona bæjarins er
þó manna hörðust gegn þessu
lífi þeirra enda veit hún að djöf-
ullinn sjálfur er þar á ferð. Hún
hefur þó sjálf ekkert á móti góð-
um drátti, eins og hún segir
sjálf, en tippatal og annað gróf-
orðað athæfi þeirra fjögurra
finnst henni of mikil spilling.
Myndin er sprenghlægileg á
: ACCLAIMED BY CRITICS
AROUND THE WORLD AS THE
1EST WAR MOVIE EVER MADE
Stanlcy Kubrick's
FULL
NETAL
JACKET
O
Full metal jacket.
leikstjóri:
Stanley Kubríck
Leikarar:
Matthew Modine, Adam
Baldwin, Vincent D"onofuic,
Lee Ermey og Kevin Major
Howard.
breytir þeim í morðvélar. Það
tók sinn tíma að koma Futlmet-
al jacketírá sér, en meðal ann-
ars þurfti aðalleikarinn Matt-
hew Modine að ganga í gegn-
um „Marine corps“ skólann
áður en hafist var handa við
köflum en grátbrosleg þess á
milli. Leikur myndarinnar er
með eindæmum góður enda
engir nýliðar á ferðinni: Jack
Nicholson sýnir enn eina hlið á
sér og maður fer að velta því
fyrir sér hvort hæfileikar hans
séu óþrjótandi; Cher, Susan og
Michelle eru allar góðar en sú
síðastnefnda vakti þó sérstaka
athygli mína fyrir túlkun sína á
hinum nýskilda mannhrædda
kennara í karlaveldi. Leikstjórn
er einnig góð því hér er farið
með vandfarið efni sem auö-
veldlega gæti farið úr skorðum
og yfir í tóma þvælu. En Kenn-
edy Miller fer aldrei yfir mörkin
og tekst að skila frá sér
skemmtilegri afþreyingu og vel
gerðri mynd sem allir sem
hræðast ekki grófan munn-
söfnuð ættu að sjá.
upptökur myndarinnar. Þessi
mynd er ekki afþreyingarefni
heldur sköpunarverk sem fólk
ætti að horfa á með krítískum
augum og reyna að skilja þann
heim sem myndin fjallar um því
að þetta gæti eins verið raun-
verulegur heimur hermannsins
í Víetnam og víðar.
Samkvæmt venju verða
gefnar stjörnur og ef hægt er að
gefa kvikmynd 4 stjörnur þá
fær þessi mynd þær allar.
Kringlunnl.
Útbúum lyfjakistur
fyrir skip og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín
fyrir vinnustaði, bifreiðar og
heimili.
Almennur sími 689970.
Beinar línur fyrir
lækna 689935.
Kristján
Sigurjónsson
VÍKINGUR 51