Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 10
LÍFEYRISSJÓÐIR Það þarf ekki annad en líta á ársreikninga Lífeyrissjóðs sjómanna til að sjá hve tekjur hans eru gríðarlega miklar miðað við útgjöldin. 10 VÍKINGUR aö kemur illa við marga þegar þeim er sagt aö peningar sem þeir eru aö borga í lífeyris- sjóö í góðri trú komi aldrei til meö aö nýtast þeim síðar. i dag er ekki óalgengt að menn sem eru hættir störfum eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 30 ár fái um 25 þúsund krónur á mánuöi í lífeyri úr sjóðnum. En þaö eru líka mörg dæmi um lægri upp- hæöir og svo dæmi á hinn veg- inn þar sem einstaklingar fá allt upp í um 300 þúsund á mánuöi úr lífeyrissjóðum, hafi þeir til dæmis setið á Alþingi og verið ráðherrar og síðan endað sem bankastjórar. Á síðasta þingi var lagt fram til kynningar frumvarp um líf- eyrissjóöi sem hefur árum saman legið í skúffu ráðherra. Það er með öllu óvíst hvort það verður afgreitt á næsta þingi í kjölfar umræðna um að greiðsluþrot blasi við lífeyris- sjóðum í náinni framtíð hafa vaknað umræður um aðra skipan mála. Fram hefur komið á Alþingi þingsályktunartillaga sem gerir ráð fyrir að hver vinn- andi maður eigi sinn lífeyris- sjóð sem varðveittur verði í bönkum eða öðrum traustum peningastofnunum. Þegar menn hætti störfum á sjóðurinn að tryggja eiganda sínum fjár- hagslegt öryggi næstu 20 árin eða svo. Menn sjá hins vegar ýmsa agnúa á þessu fyrir- komulagi. Hér er ekki ætlunin að gera neina heildarúttekt á stöðu líf- eyrissjóðsmála í landinu. Þeir sem eiga aðild að Lífeyrissjóði sjómanna hafa áhyggjur af stöðu og framtíð síns sjóðs með tilliti til þeirrar umræðu sem minnst var á hér að fram- an. Bjarni Sveinsson, skipstjóri á Akranesi og stjórnarmaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, er einn þeirra sem vilja fá upplýsingar um stöðu sjóðsins og spyr ýmissa spurn- inga þar að lútandi sem við leit- um svara við hjá forráðamönn- um lífeyrissjóðsins. Ennfremur er rætt við Gísla Marteinsson, framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs Austurlands, en sá sjóð- ur hefur eflst mjög og dafnað á „Það þarf ekki annað en líta á ársreikninga Lífeyrissjóðs sjó- manna til að sjá hve tekjur hans eru gríðarlega miklar miðað við útgjöldin. Fyrir árið I988, en það er síð- asta árið sem ég hef tölur yfir, er hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 5,5 milljarðar króna. Það ár námu iðgjöld samtals 855,7 milljónum króna en heildarlífeyrisgreiðslur ekki nema I86 milljónum. Samt er Bjarni Sveinsson skipstjóri sjóðurinn sagður á hausnum og ég skil ekki hvernig það get- ur staðist," sagði Bjarni Sveins- son skipstjóri á Akranesi í sam- tali við blaðið. síðustu árum undir stjórn Gísla. Öruggur lífeyrir og önnur slík réttindi er mikið hagsmunamál fyrir sjómenn sem aðra og við hvetjum lesendur til að láta í sér heyra eftir að hafa lesiö það sem hér fer á eftir. „Þaö fer ekkert á milli mála að iðgjöldin færa sjóðnum sí- vaxandi tekjur, ekki síst eftir að menn eru farnir að greiða í hann af heildarlaunum, en hins vegar eru greiðslur úr honum litlar, alla vega enn sem komið er. Ef staða sjóðsins er eins slæm og af er látið. það er að segja að hann eigi ekki í besta falli nema fyrir 56% skuldbind- inga sinna, er ekki forsvaran- legt að við tökum þátt í þessu lengur. Það eru til aðrar leiðir til að tryggja sér lífeyri," sagði Bjarni Sveinsson. Hann sagði að það væri grundvallarkrafa að menn sem greiddu í lífeyrissjóðinn í 30-40 ár, oft af háum launum, vissu hverju þeir mættu eiga von á þegar þeir hættu störfum og þyrftu á lífeyri að halda. Það væri gjörsamlega óverjandi að borga og borga í sjóðinn án þess að vera þess fullvissir að fá viðundandi lífeyri. Ekki síst þegar tekið væri tillit til þess, að menn þyrftu aö borga skatt af þeim peningum sem þeir öfl- uðu og greiddu í sjóðinn og svo þyrfti aftur að borga skatt af sömu peningum þegar greitt væri úr sjóðnum. Lífeyrissjóður sjómanna: AF HVERJU ER STADA S JÓDSINS SVONA SUEM? — spyr Bjarni Sveinsson skipstjóri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.