Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 15
LANDSMANNA að sjóðurinn ætti 81% af skuld- bindingum sínum eru þær sjóðnum miklu hagstæðari og hann á að eiga meira,“ sagði Gísli. Hver var staða sjóðsins þegar þú tókst við honum? „Þegar ég tók við Lífeyris- sjóði Austurlands árið I986 var hrein eign til greiðslu lífeyris um 590 milljónir en var um síðustu áramót tveir milljarðar tvö hundruð og fjórar milljónir. Sjóðurinn hefur því tæplega fimmfaldast miðað við verðlag hvers árs en hins vegar hefur hann rúmlega 2,5 faldast með því að framreikna eignina til nú- virðis eða verölags árið 1989.“ Geymum ekki peninga í banka Gísli Marteinsson var spurð- ur hvort þeir í Lífeyrissjóði Aust- urlands kynnu töfraformúlu til að ávaxta peninga. „Nei, við erum bara hörð í ávöxtunarmálum. Við geymum ekki peninga í banka og erum mjög gagnrýnd fyrir það af bönkunum. En við höfum nýtt okkur þá ávöxtunarmöguleika sem bjóöast á verðbréfamörk- uðum. Síðan erum við vita- skuld með sjóðfélagalán og þar erum við með lægstu ávöxtun- arkröfu fyrir utan lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Vaxta- prósentan hjá okkur er 6,9% en er 7% þar sem hún er lægst annnars staðar." Eru þeir sem greiða í sjóðinn þá öruggir um að fá sæmilegan líf- eyri úr honum þegar þar að kemur? „Endingartími þessa sjóðs miðað við daginn í dag er rúm- lega 50 ár miðað við þær fors- endur sem notaðar eru til út- reikninga. En þegar er komið að upphæð lífeyris úr sjóðnum þá er það því miður ekki há tala. Það er gert ráð fyrir að hver launþegi þurfi að greiða í líf- eyrissjóð í 35-40 ár til að fá þokkalegan lífeyri út úr honum. En þessir sjóðir eru ekki nema 20 ára gamlir og fyrstu þrjú árin voru skert. Bara 1% fyrsta árið, 2% annað árið og 3% þriðja ár- ið. Sömuleiðis var einungis greitt af dagvinnulaunum og við höfum aldrei lifað af dag- vinnulaunum. Það er ekki fyrr en núna, I990, sem menn eru farnir að greiða af öllum laun- um í lífeyrissjóð. Enda sér mað- ur það strax á réttindum þess fólks sem núna er að greiða í sjóðinn hvað þau fara vaxandi. Það fólk sem nú er á lífeyri greiddi hins vegar af tiltölulega lágum launum og þar af leið- andi eru bæturnar lágar. Ef við lítum á þessi 20 ár þá eru þetta raunverulega ekki nema tveggja ára laun sem fólkið er búið að leggja til hliðar, tíu prósent af launum á hverju ári og af þessu ætlar fólk að þiggja laun í kannski 15 ár eða svo,“ sagði Gísli Marteinsson. Þetta eru samtryggingarsjóðir Hlutverk lífeyrissjóða er hins vegar ekki eingöngu það að greiða félagsmönnum lífeyri eftir að þeir láta af störfum. Um það atriði sagði Gísli meðal annars: „Það sem er hvað stærst og merkilegast er að þetta eru samtryggingarsjóðir. Það er hugsunin um náunga sinn sem er hátt skrifuð. Það eru mjög margir launþegar í dag sem eru á örorkubótum hjá sjóðunum. Nú eru um 1700 launþegar á örorkubótum hjá lífeyrissjóðun- um og þeir eru með 400 börn á framfæri sem greiddur er barnalífeyrir með í samræmi við gildandi reglur." Þetta fólk yrði þá úiundan ef bankabókakerfi kæmi í stað líf- eyrissjóða? „Þetta bankabókadæmi er ákaflega jákvætt í alla staði en það gleymist að við þurfum að leggja á okkur mikla vinnu til að innheimta þetta hjá atvinnurek- endum. Vinnuveitandinn kem- ur ekki hlaupandi í banka til að leggja inn lífeyrissjóðsiðgjöld fyrir Pétur og Pál. Svo er annað sem ég hef verið að hugsa um í sambandi við þetta. Það er allt í lagi að hafa okkur sem grýlu, en ef launþeginn ætlar sjálfur að fara að rukka inn fyrir sig verður þá bara ekki sagt við hann einn góðan veðurdag: Heyrðu vinur. Ef þú ert ekki góður þá getur þú bara farið. Það er svo margt sem mælir á móti bankabókakerfinu," sagði Gísli og hann heldur áfram: Ég var að nefna sem dæmi að við vorum með 11,5% raunávöxtun á síðasta ári. Ég held að besta dæmið í banka- kerfinu hafi verið innan við 5%. Bankarnir munu ekki taka að sér að rukka þetta inn hjá vinnuveitendum. Þeir myndu bara taka við peningunum. Ég reiknaði út einn stað á Vestur- landi í maí I989 og leit svo á að enginn hefði byrjaðtöku lífeyris fyrr en I987. Fólkið hefði verið búið úr bankabókinni sinni á ár- inu 1990, það sem ekki hefði þegar verið búið með hana áður. Þar var ég líka með dæmi um mann sem varð öryrki. Hann var búinn að fá út úr líf- eyrissjóði þrisvar sinnum það sem hann hefði verið búinn að safna í bankabókina sína.“ Á að vera í stöðugri endurskoðun Gísli Marteinsson sagði að bankabókadæmið væri mjög jákvæð tillaga í neikvæðri um- ræðu um lífeyrissjóðina en hún væri því miður ekki raunhæf. Það er allt í lagi að hafa okkur sem grýlu. VÍKINGUR 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.