Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 28
AD BJOÐAINDVERJUMIMAT Sigurður Pálsson málari. Þaö er kannski óréttlátt aö ætlast til þess aö þeir sem telia sig geta búið við fiskveiöistefnuna okkar hugsi mjög rökrétt. 28 VÍKINGUR Hér um daginn var nokkuð rætt í fjölmiðlum um möguleika á að ala þorskseiði og sleppa í hafbeit. Rödd kom frá fiskeldismönnum og eitthvað heyrðist í fiskverkendum sem datt þá í hug að kannski mætti f jölga þorskunum sem verkaðir yrðu í landi, ef sæmilega tækist til. Mér þótti allt í einu að ég kannaðist við hugmyndina. Stöðuvötnin okkar og bleikjan þar — ó já. Þetta var þá aö ganga aftur. Þaö var nefnilega svo að ís- lendingar stunduöu þaö fram yfir 1970 að sleþþa bleikjuseiö- um í ofsetin bleikjuvötn beinlín- is í því skyni að fá stærri og jafnvel kynbetri fisk. Þaö blasti viö þeim sem sjá vildu að í mjög mörgum stööu- vötnum var bleikjan örsmá. Líka sáu menn að innan um smælkið voru nokkrar stórar. Margir mundu aö áöur var mik- ið veitt og þá var bleikjan stór og falleg, a.m.k. verulegur hluti af henni. Svo einkennilegt sem þaö er datt mönnum fyrst í hug aö nú væri bara aö ná í seiði af stórvöxnum og kyngóðum stofni. Þetta gerðu margir og ætluðu meö því að leysa vand- ann. Seiði voru alin og síðan fariö með þau aö einhverju vatni og sleþþt. Svona geyin mín, nú skuluð þiö éta mikið og veröa miklu stærri en ólukkans úrkynjuöu kóöin sem hér eru fyrir. Það eru margir vitmenn í Kína. Skyldi þeim hafa dottiö í hug þegar fólk var á hungur- mörkum og margir dóu, aö úr þessu mætti bæta meö því að bjóöa Indverjum í mat? Hvaö sem um þaö er þá var fram- kvæmdin hér í bleikjuvötnun- um af svipuðu tagi. Glórulausir fræðingar og leikmenn Sé sagan skoöuö örlítið veit ég ekki betur en þaö hafi verið 1914 sem fyrir lá í Noregi hvernig offjölgun bleikjunnar færi fram og þessi þekking var aögengileg fyrir alla frá 1919. Svo var þaö 1941 eöa 42 aö Örretboka kom út í Noregi og hún barst eftir stríð til íslands. Samt var þaö fram yfir 1970 aö hér var slepþt bleikjuseiöum í ofsetin stöðuvötn. Síöustu ára- tugina blönduðust fiskifræðing- ar í málið og virðast hafa verið ámóta glórulausir og leikmenn. Þessi draugur var svo kveðinn niöur á áttunda áratugnum af fiskifræöingi sem kom frá námi 1971. Hann haföi lært í Noregi. Þá voru liðin 57 ár frá því vitn- eskjan lá fyrir þar í landi. Ég ætla ekki að orðlengja þetta meira en mér finnst alltaf að ekki hafi mátt tæþara standa aö viö yrðum úti í þekkingarleg- um efnum á þessu sviði. Og draugurinn gekk aftur Og nú er draugurinn genginn aftur. Hvaðan kemur mönnum þaö aö hér vanti þorskseiði? Þaö er kannski óréttlátt að ætl- ast til að þeir sem telja sig geta búiö viö fiskveiðistefnuna okk- ar hugsi mjög rökrétt. Ef menn sæju skóginn fyrir trjánum væri þetta allt skárra. Þá gætu menn sþurt sem svo: Af hverju getum viö ekki veitt jafn mikið nú og við gerðum áöur í áratugi? Hvar eru rökin fyrir því? Hvað hefur breyst nema þaö aö í landi eru menn sem hugsa nú um hafið og fiskstofnana þar eins og fyrir nokkrum áratugum var hugsað um heiöavötnin og stofnana sem þar eru. Þaö sem skilur á milli hafsins og heiða- vatnsins er munur á stærð og saltmagni. Fiskstofnarnir á báöum stööum eru undir sömu lögmál seldir. Fiskur í hafinu sem sveltur og vex ekki getur fariö á aðrar slóðir, segja menn. Já, já, en hvert? Er ekki líka fiskur þar? Þessu þyrftu menn ekki að velta fyrir sér ef þeir reyndu aö sjá skóginn en mændu ekki á trén. Fiskimenn og fiskverkendur ættu að geta það. Leiksoppar Öðru máli gegnir meö fiskeldis- mennina. Þar virðist nokkuö sama hvort skólagangan er löng eða stutt. Menn eru af ein- hverjum ástæöum svo ómenntaðir að þeir hafa litla sem enga burði til aö taka skynsamlegar ákvarðanir. Allt veldur það gegndarlausu fjár- hagstjóni og öðru verra þar sem er óbætanlegt tjón á nátt- úrulegum stofnum göngufiska sem lifa í söltu og fersku vatni. Þetta er nú að verða Ijóst flest- um sem vilja. Því lít ég á tal fiskeldismanna um þorskinn sem tilraun til að geta haldið áfram að hafa stjórnvöld, peningastofnanir, tryggingarfélög og almenning að leiksoppi. Auðvitað er þessi afstaða í grimmara lagi og fá- einar heiðarlegar undantekn- ingar eiga þetta ekki skilið, en þv( miður eru þær svo fáar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.