Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 30
Bjarni Ólafsson ellilífeyrisþegi og grunnskólakennari 30 VÍKINGUR NY LEIÐ EIGUM VIÐ ÍSLEND- INGAR BESTA SALT- FISK í HEIMI? l^^írir um aldarfjóröungi átti ég samtal viö sölumann ís- lensks saltfisks. Hann sagöi mér þetta: Fiskkaupmenn buöu honum heim. Þar voru af- ar kaupmannanna. Þeir spuröu hvort hann gæti selt þeim Bíldudalssaltfisk? íslendingur- inn svaraði því neitandi, sá salt- fiskur væri ekki til lengur. Þessu trúðu afarnir ekki og sögðu að hann léti þennan ágæta saltfisk til einhverra annarra. Þeir sögöu jafnframt, aö kæmi hann með þann salt- fisk fengi hann strax hærra verð fyrir fiskinn. Þetta var mat þeirra gömlu. Óskar Clausen segir í einni af bókum sínum aö Ólafur Thorlacius hafi keypt Bíldu- dalsverslun 1790 og byrjað aö flytja saltfisk til Spánar á eigin skipum fyrir aldamótin 1800. Ég var ekki hissa á þessu. Ég átti heima stutt frá Bíldudal og dró fisk á sundinu fram af Bíldu- dal. Sá fiskur var stærri en ég hef dregið annarsstaöar við landið svo sem við Barða og Langanesfont. Hvers vegna er Bíldudals- saltfiskur ekki til? Þegar borgarastyrjöldin braust út á Spáni lokuðust öll viðskipti við Spán. Þá fundust rækjumiðin í Arnarfirði og sneru menn sér þá að þessari nýju atvinnugrein. Frystihús hafði líka verið reist og vinnsla hafin á frystum fiski. í dýrafræði Bjarna Sæmundssonar segir að rækjan sé fæða margra nytjafiska. Þorskurinn er þar á meðal. Þorskstofninn er nú í lágmarki. Ofveiði er kennt um. Þorskurinn er sólginn í rækju og er hún eflaust besta beita. Hvað veldur því að þorskstofn- inn fer minnkandi? Getur hann stækkað? Fiskifræðinga læt ég um að svara fyrri spurningunni. Þeirri seinni ættu þeir að svara líka og finna ráð til bóta. Ég vil þó benda á eina leið. Það er nú talað um að eina ráðið til þess að nytja þorsk- stofninn sé að veiða sem örast. Sá fiskur, sem dauður sé, éti ekki frá hinum fiskunum. Varla

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.