Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 31
stækkar stofninn viö þaö. Hann myndi í besta falli standa í staö, aö mínu viti. Þá væri betra að auka fæöu þorsksins, einkum stóra þorsksins er við sjálf veið- um eingöngu fyrir okkur, en þaö er rækjan í fjöröum lands- ins. Þorskurinn sem lifir á rækju fær ekki hringorma. Hann verð- ur feitur og hvítur og stór er hann. Nýveiddur er hann vara í hæsta gæðaflokki. Minna dug- ar ekki en friða alla firði lands- ins fyrir rækjuveiðum, til þess að þorskstofninn geti stækkað og árangur sjáist af friðuninni. Náttúran í sjónum er eins og á landi. Henni má ekki ofgera heldur verðum við, eftir því sem við höfum vit til og getu, að um- gangast lífríkið með virðingu og gæta þess að undirstaða lífsins í sjónum, sem eru smáu dýrin og smáu jurtirnar, hafi frið til þess að dafna, svo þær geti gegnt hlutverki sínu í lífkeðj- unni. Fyrir mörgum árum vann ég hjá íslenskum bónda, sem áður hafði lengi verið togaraskip- stjóri í Ameríku. Hann var dug- legur maður og haföi fleiri kýr en hér og þá tíðkaðist hjá bændum og hugsaði vel um búið. Nytjahæsta kýrin hans var farin að eldast og nytin var að hverfa úr henni. Það var því ekkert annað að gera en lóga henni. Bóndanum kom þá ann- að ráð í hug. Hann girti af part af túninu, sem var sprottið í annað sinn á sumrinu, og rak kúna þangað. Næst þegar hún var mjólkuð hafði nytin aukist og komst kýrin í fulla nyt. Bónd- inn fitumældi mjólkina og hafði þá fitan aukist líka. Hann taldi sig hafa fundið góða lausn á málinu. Þessi aukna nyt væri hreinar tekjur. Dæmi bóndans var til fyrirmyndar, eins og ann- að í hans búskap. Er nú ekki kominn tími til þess að við hugsum um ræktun í sjónum eins og á landi og vinnum að því að stækka þroskstofninn, mesta nytjafisk- inn okkar. Vilji er allt sem þarf er oft sagt. Við þurfum nú þegar að hrinda af okkur hlekkjum vanans og hafa þor til þess að fara nýja leið. Með bestu kveðju til sjómanna. 0 Járntækni hf. Fjölnisgata 1A, Akureyri Sími: 96-26610 / 26620 Fax: 26804 • Öll járn- og rennismíði. • Fræsivinna. • Vélsmíði. • Þjónusta við útgerðina. • Smíðum úr rústfríu stáli og áli. • Efnissala — gerum tilboð. • Splittvindur. • Smíðum álfrystipönnur Sendum sjómönnum um land allt kveðju á sjómannadaginn. J. HINRIKSSON ltc Súðarvogur 4, P.O. Box 4107.124 Reykjavík, lceland Tel. (354-1); 84380, Telex:2395 Henrik, Telefax: (354)-1-689007

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.