Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 32
Hcp oé ihi -W|ösWr Skoðun mín Jónas Haraldsson fulltrúi hjá LÍÚ 32 VÍKINGUR Á LÁGU PLANI Þaö verö ég að segja, aö heldur lágkúruleg fannst mér svargrein Félags áhugamanna um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum, sem birtist í síöasta tölublaöi Víkingsins, sem var svargrein viö grein, sem ég haföi skrifað vegna fyrri skrifa þeirra, grein sem ég kall- aöi „Hvaöan þau koma“. í grein áhugamannanna beina þeir sþjótum sínum fyrst og fremst aö mér persónulega og notuð gömul og óheiðarleg vinnubrögö, sem þekkt eru einkum úr stjórnmálabarátt- unni fyrr á tímum. Felst þetta í því aö gera andstæöinginn tor- tryggilegan og ógeðfelldan í augum lesandans, t.d. meö því aö láta hann virðast fákunn- andi og illa innrættan rugludall. Lesi menn grein þeirra, þá koma m.a. fram þessar lýsing- ar: Ég á að vera óvinveittur sjó- mönnum, hvaö öryggismálin snertir, sbr. ummælin „Reynd- ar ætti Víkingurinn aö birta ræöu Jónasar og þá geta sjó- menn metið hug hans til þeirra". Sbr. einnig „Vonandi stendur þú ekki gegn því (að flýta viðurkenningu á sjálfvirk- um neyðarsendum), þótt þú teljir nóg komiö af öryggistækj- um um þorð í skipurn". Aftur eru mér gerðar upp skoðanir, sbr. ummælin „og á þér aö skilja aö þau geri ekkert gagn“. Þaö sem ég skrifaði er að mestu rugl, sbr. ummælin „Þessi grein Jónasar er að mestu útúrsnúningur, eins og viö var aö búast". Þaö sem ég held fram er bull, sbr. ummælin „Við viðurkennum staöreyndir en ekki bull, sem engin rök eru fyrir". Ég fylgist ekki meö í þessum málum, sbr. ummælin „Hefur fulltrúi útgeröarmanna í öryggismálum ekki fylgst betur meö þessu? “. Ég á ekki aö vita, hvaö er að gerast í ör- yggsimálum sjómanna, sbr. ummælin „Þar sem Jónas er í Siglingamálaráði ætti hann aö vita betur“, sbr. einnig ummæl- in „Þaö er furðulegt aö Jónas skuli ekki vita um þau mannslíf, sem þrjú tæki hafa bjargað og þar meö fækkaö sjóslysum". Af nógu er aö taka í þessum efn- um. Nokkur efnisatriði Þaö gefur aö skilja, aö þaö hlýtur að vera mjög erfitt fyrir mig, sem ekki heil málefnaleg brú er í, í þessum efnum skv. lýsingum áhugamannanna, aö reyna aö svara þeim fáu efnis- þáttum, sem eftir eru í grein áhugamannanna, þegar búið er aö tína út allan þann pers- ónulega skæting í minn garö, sem greinin morar af og ég tíundaði hér aö framan. Ég ætla aö reyna þó. Kjarninn í ræðu minni var sá, aö það sé ekki skorturinn á ör- yggisbúnaði um borö í skipum, sem sé vandamálið, heldur sé orsakanna fyrst og fremst aö leita í hinn mannlega þátt, að slysum á sjó hefur ekkert fækk- að aö neinu marki í samræmi viö aukinn öryggisbúnaö um borö í skipum í dag, eins og menn héldu eðlilega að myndi gerast. Ég sagöi í dag (8. nóv- ember 1989, þegar ræðan er flutt). Ég tala þarna um öryggis- búnaö í árslok 1989. Ég er ekki aö tala um áriö 1971 og árin þar á eftir og því óheiðarlegt af hálfu áhugamannanna aö færa þessa dagsetningu mína hátt í tuttugu ár aftur [ tímann. Dauðaslys og önnur slys Ahugamennimir benda rétti- lega á aö banaslysum á sjó hafi fækkað á síðustu árum. Notast þeir við tölur úr nýlegu frétta- bréfi Siglingamálastofnunar ríkisins. Á hinn bóginn sleppa þeir alveg aö geta helstu orsak- anna fyrir þessu sem nefndar eru á sömu blaðsíðu frétta- bréfsins, en þar segir orörétt: „í öryggismálum sjómanna hefur margt áunnist þó stöðugt megi betur gera, um það vitna þau slys sem veröa á sjó. Kröf- ur til öryggis skipa hafa aukist jafnt og þétt, skipin hafa al- mennt stækkað, sjóhæfni þeirra aukist og vinnuaðstaöa og aðbúnaður batnaö. Þannig hefur t.d. banaslysum á fiski- skipum fækkaö mikið sl. 20 ár og tjón af völdum eldsvoða í skipum hafa minnkaö verulega sl. 5 ár“.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.