Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 36
Hilmar Snorrason skipstjóri Gámasendir á gámi Am- erican President Co. 36 VÍKINGUR Utan úr hcimi Nýtt afl? Þótt Bandaríkjamenn hafi verið stærstu og afkastamestu skipasmiðir heimsins þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði þá dalaði þessi iðnaður strax að stríðinu loknu og hefur und- anfarin ár verið alveg í lág- marki. Þar í landi verða banda- rísk skipafélög að láta smíða skip sin innanlands og eru ein- ungis gefnar undanþágur frá þessu ef sannað þykir að ekki sé unnt að smíða skipin þar í landi. Skipasmíðasamband Ameríku hefur tilkynnt að það ætli sér nú stærri hlutdeild í nýsmíðaverkefnum heims- byggðarinnar. Og þessu til staðfestingar hefur það kynnt nýjasta verkefnið sem er á döf- inni en það er smíði á 43 þús- unda tonna gámaskipi sem að vísu er smíðað fyrir þarlent skipafélag. En nú bregður svo við að þetta gámaskip á ekki að vera staðlað fyrir 20“ eða 40“ gáma (ISO-staðal) heldur er það ætlað til flutninga á nýrri gámastærð sem á að vera 24“. Þykir þessi ákvörðun um gámastærð vera heldur furðu- leg því að ISOstaðallinn fyrir gáma á rætur sínar að rekja til Bandaríkjamanna og reyndar ýmsir aðrir staðlar og mæliein- ingar sem notuð eru á bæði ol- íu- og flutningaskipum í dag. Því verða menn bara að vona að Kaninn haldi sig við alþjóða- einingar ef hann nær að hasla sér völl í skipasmíðaiðnaðinum svo að ekki skapist algjör ring- ulreið í framtíðarflutningum. Gámaskráningar Og meira frá Ameríku. Amer- ican President Co. hefur tekið til prófunar tölvuvætt gáma- skráningarkerfi. Kerfi þetta felst í því að á gáma er sett lítið senditæki sem gefur frá sér merki sem gefur upp m.a. núm- er viðkomandi gáms, staðsetn- ingu og aðrar þær upplýsingar sem þurfa þykir. Nú þegar hafa slík merki verið sett á sex þús- und gámaeiningar í eigu fyrir- tækisins og fer öll skráning á losun, lestun, staðsetningu og færslu gámaeininganna sjálf- virkt fram í tölvum og án þess að mannshöndin leggi þar nokkuð af mörkum. Nú ætti því rangskráning gámanúmera sem valda oft vandræðum að vera úr sögunni. Japan Nú hefur aftur vaknað áhugi hjá japönskum skipafélögum að smíða skip sem skráð eru undir fána Japans og fjármögn- uð í gegnum Framkvæmda- banka Japans (JDB) eftir að samkomulag náðist þar í landi um svokallaðar blandaðar áhafnir. Á síðasta ári var ein- ungis eitt skip smíðað í Japan með fjármagnsaðstoð JDB en eftir að áhafnarsamkomulagið var gert hefur verið gengi frá smíðasamningum á níu skip- um. Sjö skipanna munu verða með blandaðar áhafnir en tvö þeirra rekin samkvæmt svo- kallaðri „Pioneer“áætlun sem felst í því að hafa ellefu manna áhöfn á stærri skipum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.