Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 36
Hilmar Snorrason skipstjóri Gámasendir á gámi Am- erican President Co. 36 VÍKINGUR Utan úr hcimi Nýtt afl? Þótt Bandaríkjamenn hafi verið stærstu og afkastamestu skipasmiðir heimsins þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði þá dalaði þessi iðnaður strax að stríðinu loknu og hefur und- anfarin ár verið alveg í lág- marki. Þar í landi verða banda- rísk skipafélög að láta smíða skip sin innanlands og eru ein- ungis gefnar undanþágur frá þessu ef sannað þykir að ekki sé unnt að smíða skipin þar í landi. Skipasmíðasamband Ameríku hefur tilkynnt að það ætli sér nú stærri hlutdeild í nýsmíðaverkefnum heims- byggðarinnar. Og þessu til staðfestingar hefur það kynnt nýjasta verkefnið sem er á döf- inni en það er smíði á 43 þús- unda tonna gámaskipi sem að vísu er smíðað fyrir þarlent skipafélag. En nú bregður svo við að þetta gámaskip á ekki að vera staðlað fyrir 20“ eða 40“ gáma (ISO-staðal) heldur er það ætlað til flutninga á nýrri gámastærð sem á að vera 24“. Þykir þessi ákvörðun um gámastærð vera heldur furðu- leg því að ISOstaðallinn fyrir gáma á rætur sínar að rekja til Bandaríkjamanna og reyndar ýmsir aðrir staðlar og mæliein- ingar sem notuð eru á bæði ol- íu- og flutningaskipum í dag. Því verða menn bara að vona að Kaninn haldi sig við alþjóða- einingar ef hann nær að hasla sér völl í skipasmíðaiðnaðinum svo að ekki skapist algjör ring- ulreið í framtíðarflutningum. Gámaskráningar Og meira frá Ameríku. Amer- ican President Co. hefur tekið til prófunar tölvuvætt gáma- skráningarkerfi. Kerfi þetta felst í því að á gáma er sett lítið senditæki sem gefur frá sér merki sem gefur upp m.a. núm- er viðkomandi gáms, staðsetn- ingu og aðrar þær upplýsingar sem þurfa þykir. Nú þegar hafa slík merki verið sett á sex þús- und gámaeiningar í eigu fyrir- tækisins og fer öll skráning á losun, lestun, staðsetningu og færslu gámaeininganna sjálf- virkt fram í tölvum og án þess að mannshöndin leggi þar nokkuð af mörkum. Nú ætti því rangskráning gámanúmera sem valda oft vandræðum að vera úr sögunni. Japan Nú hefur aftur vaknað áhugi hjá japönskum skipafélögum að smíða skip sem skráð eru undir fána Japans og fjármögn- uð í gegnum Framkvæmda- banka Japans (JDB) eftir að samkomulag náðist þar í landi um svokallaðar blandaðar áhafnir. Á síðasta ári var ein- ungis eitt skip smíðað í Japan með fjármagnsaðstoð JDB en eftir að áhafnarsamkomulagið var gert hefur verið gengi frá smíðasamningum á níu skip- um. Sjö skipanna munu verða með blandaðar áhafnir en tvö þeirra rekin samkvæmt svo- kallaðri „Pioneer“áætlun sem felst í því að hafa ellefu manna áhöfn á stærri skipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.