Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 40
SAMLIKIR STYRIMANNA Benedikt H. Alfonsson yfirkennari Samlíkjar eða hermar eru tæki sem líkja eftir ýmis- skonar ástandi eða aðstæðum. Tæki af þessu tagi hafa rutt sér mjög til rúms á síðustu árum. Þau voru í fyrstu notuð í stýrimannaskólum víða um heim til að líkja eftir siglingu þar sem siglingatækið var radar. Þetta var kennsla í radarsiglingu. Síðan hefur orðið mikil þróun og nú er hægt að hafa öll möguleg sigl- ingatæki í brúnni og búa til ýmisskonar erfiðar að- stæður til að æfa nemendur fyrir skipstjórnarstarf ið. Stýrimannaskólinn í Reykjavík fékk nú í vetur samlíki af nýj- ustu gerð sem framleiddur er af norska fyrirtækinu Norcontrol, en það fyrirtæki er stærsti fram- leiðandi á þessu sviði i heimin- um. Samltkir Stýrimannaskól- ans í Reykjavík er tölvustýrð tækjasamstæða þar sem kennari hefur stjórnborð til að stýra samlíkinum, en þrem öðr- um stjórnborðum fyrir nemend- ur er komið fyrir í jafnmörgum klefum sem líkjast mjög brú í skipi. Stjórnborð nemenda er eins og stjórnborð í brúnni á venjulegu flutningaskipi. Þar er mælir sem sýnir snúnings- hraða vélar, mælir sem sýnir snúningshraða skips, vind- mælir sem sýnir stefnu vinds og hraða, stýrisvísir, og að sjálfsögðu stýri og olíugjöf fyrir vél. Siglingatæki eru: Loran, gervitungl, radíómiðunarstöð, vegmælir, dýptarmælir, komp- ás og sjálfstýring. Skip þau Á myndinni sést eitt af þremur stjórnborðum nemenda siglingasam- líkisins. Armurinn í miðju borðinu er fyrir stjórntök vélar. Einn nemendanna, sem að þessu sinni voru hafn- sögumenn og stjórn- endur hafnsögubáta heldur um stýrispinna. Kennarinn er að stilla vegmæiinn. Eins og sjá má líkist umhverfið brú á flutningaskipi. 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.