Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 47
§)úezskurðurinn er einn fjöl- farnasti skipaskurður veraldar og raunar má tilvera hans í miðri eyðimörkinni teljast verk- fræðilegt undur, ef ekki krafta- verk. Tvívegis á síðari árum, 1956 og 1967, var skurðinum lokað fyrir umferð skipa vegna stríðsátaka Egypta og ísraela. Enn má sjá skotbyrgi og ryðg- aðar loftvarnarbyssur sem egypsk stjórnvöld láta liggja eins og hráviði meðfram skurð- inum svo að minnir á stríðs- minjasafn. Síðan skurðurinn var opnað- ur á nýjan leik fyrir skipaumferð árið 1975 hafa hundruð þús- undir skipa af öllum stærðum og gerðum farið um Súez- skurð. Skurðurinn er 105 mílur að lengd og liggur þvert yfir Súezeiðið. Hann er enn stysta sjóleiðin milli Evrópu og land- anna við Indlandshaf og vest- anvert Kyrrahaf og einnig til austanverðrar Afríku. Útgerðir skipa sem eiga erindi á þessar slóðir geta stytt siglingatímann um 60% miðað við að siglt væri fyrir Góðrarvonarhöfða og olíu- sparnaðurinn er allt að 70%. Skurðurinn nær frá borginni Port Said við Miðjarðarhaf til Súezflóa og hann er egypska ríkinu gífurleg tekjulind. Áriö 1989 námu tekjur Egypta af skurðinum 1,3 milljörðum doll- ara og hafa þær aldrei orðið meiri, jukust um 51,3 milljónir VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.