Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Síða 56
Björgvin Þór Jóhannsson Benedikt H. Alfonsson Skrifarinn frá Shipmate, valmynd sést á skján- um. 56 VÍKINGUR MyJUMGAR TÆKMI Lfta leiðaskrifari I skipum er nú svo komið að öll fiskleitar- og siglingatæki eru tölvustýrð á einn eða annan hátt. Stjórnandinn í brúnni eða stýrishúsinu þarf að hafa sjó- kortið við höndina svo að hann geti fylgst með ferð skipsins, séð hvernig því miðar og hvort það heldur fyrirhugaðri stefnu. Á minni skipum þar sem aðeins einn maður er í stýrishúsinu getur verið þægilegt að hafa sjókortið fyrir augunum og sjá staðsetningu skipsins á hverj- um tíma. Því færist stöðugt í vöxt að hafa í brúnni eða stýris- húsinu svo kallaðan track plott- er (leiðarita), oft kallaður skrif- ari. Þegar siglt er nálægt landi eða á þröngum merktum sigl- ingaleiðum er mjög þægilegt að geta séð hvernig slóð skips- ins liggur meö tilliti til landsins eða sjómerkjanna sem merkja leiðina. Staður skipsins kemur ekki fram á skjá skrifarans nema tækið sé tengt við eitthvert sigl- ingatæki svo sem loran eða GPS (tæki til staðsetninga með gervitunglum). Danska fyrir- tækið Shipmate International A/S framleiðir skrifara (plotter) sem nefnist RS 2500 Colour Track Plotter. Þetta er í raun- inni tölva sambyggð litaskjá og diskadrifi. Á fiskislóð þar sem nákvæm staðsetning skiptir máli og loran er aðalsiglinga- tækið fyrir skrifarann má fá landfræðilega rétt stað með því að tengja GPS líka við RS 2500. GPS tækið leiðréttir þá loran staðinn. Skipstjórinn get- ur skrifað inn á kortið ýmsar at- hugasemdir svo sem botngerð og hvaða fiskur var í aflanum á þessum stað á þessum tíma. Ef hann er á togveiðum kemur sér vel fyrir hann að geta merkt festur inn á kortið. Þegar hann fer af slóðinni geymir hann kortið á tölvudiski með þeim breytingum sem hann hefur gert. Þegar skipið kemur aftur á sömu slóð kallar skipstjórinn svo kortið fram aftur. Sé dýpt- armælir tengdur skrifaranum sést dýpið undir skipinu á skjánum. Á kortið á skjánum er hægt að setja út fyrirfram ákveðna siglingaleið og ákveða viðvörunarsvæði um- hverfis alla leiðarpunkta og til- taka leyfileg stýrisfrávik. Þann- ig veit skipstjórinn alltaf hvort skip hans er á fyrirhugaðri leið. Allar staðsetningar gerðar með radar er auðvelt að flytja inn á skrifarann með því að nota lausan mælihring og rafeinda miðunarlínuna sem kalla má fram á skjáinn hvenær sem er. Til að merkja staði á kortinu eru 8 mismunandi tákn og þau má velja í einhverjum af þeim 7 lit- um sem fyrir hendi eru. Merkin má staðsetja á kortinu á skján- um á 4 mismunandi vegu, en það er með breidd og lengd, lorantölum, með bendli og á stað skipsins. Á skjánum til hliðar við kortið kemur alltaf fram listi sem sýnir hvað á að gera næst. Auk þess getur notandinn hvenær sem er stutt á rauðan takka sem á stendur hjálp og fær hann þá ýtarlegri upplýsingar um hvað gera skal. Þessar upplýsingar eru á ís- lensku á tækjum sem seld eru hér á landi. Þegar stutt er á fyrr- nefndan takka fylla upplýsing- arnar tvo þriðju af skjánum. Auk tenginga við staðsetning- artæki svo sem fyrr er nefnt, er hægt að fá tengingu við veg- mæli, gýrókompás og segul- kompás. Hægt er að fá stærra tölvuminni og nota þá inn- byggðu tölvuna í annað, svo sem til skýrslugerðar og sem minnisbók. Umboð fyrir Shipmate International hér á landi hefur Friðrik A. Jónsson, Fiskislóð 90, Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.