Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 59
NyJUNGAR TÆKNI Rafeindastillar fyrir kælikerfi frá„ Danfoss" 220Va.c_W Mynd nr. 1. A undanförnum árum hefur rafeindabúnaöur oröið æ al- gengari í kælikerfum og leyst af hólmi ýmsan hefðbundinn mæli-, stýri- og stillitæknibún- aö. Danska fyrirtæki „Danfoss" sem um árabil hefur veriö leiö- andi varðandi framleiöslu á alls kyns stjórnbúnaði fyrir kælikerfi hefur nú markaðssett örtölvu- stýringar fyrir kælikerfi undir framleiðsluheitinu,, Adap kool“. Hér er um aö ræða sambyggt stilli-, stýri- og vaktkerfi sem eykur hagkvæmnishlutfall (COP) og rekstraröryggi kæli- kerfisins sé miöaö viö hefö- bundinn búnað. Stillarnir eru gerðir af örtölvum sem líkja má við sérhannaðar iönaöarstýr- ingar. Stillarnir fá upplýsingar um mikilvægar rekstrarstæröir frá kælikerfinu en síðan vinnur búnaöurinn úr þessum upplýs- ingum, metur aðstæður og sendir boö út í kerfiö til aö rekst- urinn verði sem hagkvæmast- ur, hinum ýmsu kjörgildum veröi haldið og komiö verði í veg fyrir aö ástand geti skapast sem er hættulegt fyrir þjöppu kerfisins. Oft er stillunum kom- ið fyrir úti í vélasalnum við kæli- kerfin. Þá má einnig tengja tölvunet í stjórn- eða vaktklefa og á þann hátt fá viövaranir frá kerfinu og aflestur af ýmsum gildum eða framkvæma leið- réttandi inngrip meö fjarstýri- boðum. Stillar af gerðinni „AKC 11“ og„ AKC 12“ Mynd nr. 1. sýnir útlit og teng- ingu „AKC“ stillisins við eimi í kælikerfi. Þessi búnaður er sér- hannaður fyrir fremur lítil kerfi svo sem kæliborð og matvæla- kæli- og frystikerfi. Það sem vekur fyrst athygli er að horfið hefur verið frá hin- um gamalkunna hitastýrða þensluloka en í stað hans er kominn segulloki sem er í raun tvístöðuloki. Það kælimiðils- magn sem lokinn hleypir inn á kerfið er háð því hve langan opnunarpúls lokinn fær í hverj- um vinnuhring. Á sama hátt og við hinn hefðbundna þenslu- loka byggist kælimiðils- skömmtunin á yfirhituninni og er mæling á henni framkvæmd með þreifurunum „S1“ og „S2“ en til þess eru notaðir „PTC“ hitaskynjarar „pt 1000“. Framleiðandi fullyrðir að með þessum búnaði fáist betri nýting á eiminum yfir allt álags- svið kerfisins sé miðað við hefðbundinn hitastýrðan þensluloka og skal reynt aö rökstyðja það á eftirfarandi hátt: VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.