Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 62
TÆKNI NVIUNGAR 62 VÍKINGUR Með því að nota innbyggða klukku sem er í stillinum og mundi hún þá sjá um að af- hríma með vissu millibili. Stillir- inn gefur einnig möguleika varöandi stýringu á blásurum í kæli- eða frystirými. Stillirinn hefur inngang og útgang til still- ingar á eimsvalaþrýstingi. Ef mörg slík kerfi eru starfandi má tengja þau öll saman með tví- leiðara sem síðan tengist þjón- ustumiðstöð (AKA 21) en um hana fara síðan viðvaranir og aðrar uþþlýsingar, en einnig má gefa skipanir út til stillanna sem auðveldar allan daglegan rekstur. Stillana má einnig tengja tölvuneti í stjórnstöð eins og áður var sagt frá. Stillir af gerðinni „AK 20“ Mynd nr. 6 sýnir stillinn ásamt þjónustumiðstöð og fylgihlutum. Það sem greinir þennan stilli frá þeim sem áður var fjallað um er að hann er ætlaður fyrir stór og meðalstór kerfi. í þess- um stillibúnaði er þenslulokinn ekki tvístöðuloki heldur fjöl- stöðuloki og sýnir mynd nr. 7 innviði lokans. Sendurn öllum viðskiptavinum okkar kveðjur á sjómannadaginn. Skipasala Hraunshamars Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. Sími 54511 Mynd nr. 6. Inni í stöðugjafanum er fyll- ing rokgjörnu efni sem er bæði i vökva og eimfasa. Einnig er rafhitald sem fær straum beint frá stillinum en hann þreifar eft- ir hitastiginu fyrir framan og eft- ir eiminn. Endurgjöf um lokast- öðuna er síðan send aftur að stillinum um hitamælingu í fyrr- nefndu tvífasa efni. Með þessu móti fæst stýranlegur þrýsting- ur inni í stöðugjafanum sem stendur í hlutfalli við straum- styrkinn sem stillirinn gefur frá sér og með hjálp gormsins sem vinnur undir þindina fæst ákveðin lokastaða við ákveðið útmerki frá stillinum. „AK 20“ stillirinn getur stjórn- að samtímis fjórum eimum og stjórnar þá bæði kælimiðilsfyll- ingunni í eimunum og einnig getur hann afkastastýrt eimun- um með rafeindastýrðum mót- þrýstilokum sem starfa með samskonar stöðugjöfum og áð- an var lýst. Með þjónustumiðstöð eins og sýnd er á myndinni má grípa inn í hinar ýmsu innstillingar eða leita upplýsinga. Ljóst er að þessi tækni á eftir að valda straumhvörfum varð- andi allt eftirlit með kælibúnaði og á sjálfsagt eftir að auðvelda umsjón með kæli- og frysti- gámum um borð í skipum. Vélsmiðjan Héðinn hefur umboðið fyrir Danfoss og má þar fá frekari upplýsingar um hin ýmsu tæki.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.