Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 75
stað, sumir undir árar og aðrir til annarra verka. Bassinn stóð í skut og stýrði með ár og renndi haukfránum sjónum yfir hafflöt- inn til að fylgjast sem best með hvernig síldin gekk. Bassinn var á stjórnborðsbáti og stýrði honum en á bakborðsbáti var Sigurður bróðir minn stýrimað- ur. Allt í einu var kallað: Sundur með bátana! Það gerðu for- ræðararnir með því að ýta ár- um sínum hvor í annars bát. Ræðararnir höfðu reist árarnar upp og voru nú höfð snör hand- tök og tekið vel í árarnar. Þegar bátarnir mættust var stroffa sett um davíður bakborðsbáts- ins, því öll mikilsverðustu verk- in voru framkvæmd í stjórn- borðsbáti. Snurpulínan var nú sett í kastblökk, sem hékk fram á bátnum. Nú tóku menn á öllu sem þeir áttu til, til þess að snurpa nótina saman á sem skemmstum tíma. Veita goll að búmuna í fyrsta kasti Eftir að menn náðu ekki meiru af línunni inn með hand- afli var línunni slegið á snurpu- spilið, en eitt svoleiðis var í hvorum bát. Gerðist þetta með svo miklum flýti að ég var varla búinn að átta mig á hvað var að gerast þegar búið var að snurpa, en þá voru allir nóta- hringirnir komnir upp að hjólinu í davíðunum. Bassinn fór þá framá og skilmaði, sem svo var kallað, en skilmann var hvítur tréfiskur með blýi á hausnum og línu í sporði. Fiskinum var rennt niður í nótaropið, eins oft og bassanum þótti við þurfa. Nótinni var kastað með hand- afli og þurfti til þess sterka og bráðduglega menn. Þegar þetta allt var búið var farið að draga inn nótina. Einn dró blýteininn eða neðriteininn, sem sumir kölluðu svo, en stýrimaður dró korkateininn. Nú voru menn spenntir; var hún inni eða ekki? Þegar búið var að draga nokkuð af nótinni inn fóru menn aö tala um hvort hún færi ekki að leggja hana. Þetta tal var nú hálfgerð „gol- franska" fyrir mér, en mér lærð- ist fljótt hvað þessi orð þýddu. Þegar talað var um að hún færi að leggja hana, táknaði það að þegar mikið var í nótinni gekk síldin svo á netið að korka- teinninn fór í kaf. Ekki var því að heilsa í þetta sinn, síldin hafði hreinlega forðað sér og við „búmmuðum" en það var kallað að búmma þegar sú gyllta slapp. Ekki voru menn neitt hnípnir yfir því og töldu sumir að vissi á gott að fá ekkert í fyrsta kastinu. Ræðarar og röð þeirra Svo ég minnist aðeins á hvernig mönnum var raðað við róðurinn, þá var því svo háttað að Guðjón Kristjánsson varfor- ræðari í stjórnborðsbát, næstur fyrir aftan hann var Friðrik Ein- arsson, en hann varð seinna einn þekktasti læknir landsins, og þar fyrir aftan var ég. Þessir voru á stjórnborða. Bakborðs voru þeir Sigurður Sigurðsson, sonur þess þekkta útvegs- bónda í Görðunum og Valgarð- ur Magnússon, bróðir hins þekkta gullsmiðs í Reykjavík Guðlaugs Magnússonar. Við Valli, eins og hann var kallaður, áttum eftir að vera saman til sjós þótt seinna yrði. Við sigld- um saman í stríðinu á b.v. Haf- steini og enn síðar var hann há- seti hjá mér á b.v. Skúla Magn- ússyni í nokkur ár og var talað um flatningsvélina þegar Valli var upp á sitt besta. Þegar kast- að var nótinni var það Stefán Hermannsson, vakur maður, sem því starfi gegndi. Sex menn voru í hvorum bát, í bak- borðsbát var forræðari Þor- steinn Björnsson frá Vaðlavík við Reyðarfjörð, Óskar Jóns- son var frá Stokkseyri, en hann giftist síðar Sigríði systur minni, Magnús Scheving, Gísli Jó- hannsson, Ágúst Sigtryggs- son, Vilbergur Pétursson og undirritaður. Uílarjótinn eti skít Þetta fyrsta kast á vertíðinni fór heldur illa og tók bassinn hressilega upp í sig eins og sagt er þegar menn nota orð sem kannski eiga ekki við á prenti. Síld var vaðandi vítt og breitt en virtist ekki vera í torf- um að ráði. Haldið var áfram að kasta með litlum hléum allt fram undir hádegi en aflinn rýr. Undir hádegi lét sú gyllta ekki sjá sig og var nú tekið til matar síns all hressilaga hjá okkar ágæta matsveini Kristni Gísla- syni, sem síðar varð þekktur fyrir ágæta frammistöðu við endurheimt handritanna frá Danmörku. Vélstjóri var Sigur- jón Kristjánsson. Kristinn bróðir minn sagði mér að vélstjórinn hefði iðulega gengið um dekkið þegar verið var í bátunum og heyrðist hann þá tauta fyrir munni sér: „Ullar- jótinn éti hann skít, ég er á móti honum“ og gat þetta staðið lengi dags, að hann tuldraði þetta fyrir munni sér. Annar vél- stjóri var Skarphéðinn Jóns- son. Þá eru allir taldir að ég held, sem voru í áhöfninni á Nonna VÍKINGUR 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.