Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 9
VRKIÐ EKKI HEILAGT
Sjómannablaðið Víkingur
hefur ekki fyrr birt viðtal við Þor-
stein eftir að hann varð sjávar-
útvegsráðherra. Þess vegna
þótti við hæfi að hann gerði les-
endum blaðsins svolitla grein
fyrir ástæðum þess að hann er í
þessu ráðuneyti; því er fyrst
spurt um þær.„
Þegar þessi ríkisstjórn var
mynduö og Ijóst var að sjávar-
útvegsráðuneytiö kæmi í okkar
hlut, hafði ég langmestan
áhuga á að taka það að mér,
bæði vegna tengsla við og
kynna af þessari atvinnugrein
og ekki síst vegna þess að í
þessu ráðuneyti er verið að
takast á við langsamlega
stærstu verkefnin í íslensku
þjóðfélagi, það er stærsta efna-
hagsráðuneytið og loks er sjáv-
arútvegurinn að takast á við
mörg ný verkefni. Allt þetta
heillaði mig, þess vegna var
þetta mitt val.“
— Þú nefndir tengsl viö
þessa atvinnugrein. Hver eru
þau?
„Ég komst fyrst í kynni við
sjávarútveginn sem blaðamað-
ur. í störfum mínum fyrir at-
vinnurekendasamtökin komst
ég í kynni við rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækjanna í landinu
og það fer heldur ekki á milli
mála að átta ára seta á þingi
fyrir öflug sjávarútvegspláss
kemur manni í nána snertingu
við bæði sjómenn, útgerðar-
menn og fiskverkendur."
fhaldið opnara en
Framsókn
—Hvers vegna lagði Sjálf-
stæðisflokkurinn jafnmikla
áherslu og raun ber vitni á að fá
sjávarútvegsráðuneytið í sinn
hlut á landsfundinum?
„Fyrst og fremst vegna þess
að þetta er þýðingarmesta at-
vinnumálaráðuneyti landsins."
— Jón Baldvin sagði, með-
an á Viðeyjarsamningunum
stóð, að helsta ástæða þess að
hann kaus samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn fram yfir sína
fyrri samstarfsflokka væri að
sjávarútvegsstefnan væri svo
niður njörvuð í höndum Fram-
sóknarflokksins að þar yröi
engu um þokað. Hvaða loforð
fékk hann um breytingar á sjáv-
arútvegsstefnunni í stjórnar-
myndunarviðræðunum?
„Ég hugsa að það sé alveg
rétt mat að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi verið opnari en Fram-
sóknarflokkurinn í þessu efni,
kannski fyrst og fremst vegna
þess að við höfum ekki viljað
einskorða umræðuna um sjáv-
arútvegsmálin við stjórnun fisk-
veiðanna sjálfra, við höfum vilj-
að opna umræðuna meira fyrir
mótun heildstæðrar stefnu i
sjávarútvegsmálum sem miðar
að því að byggja upp atvinnu-
greinina í heild og styrkja úr-
vinnslu sjávarafurða og tryggja
stöðu á erlendum mörkuðum."
Mörg járn í eldinum
— Er að vænta breytinga á
þeirri sjávarútvegsstefnu sem
nú er?
„Við erum með fjölmörg járn i
eldinum. í fyrsta lagi var á
grundvelli laganna um stjórn
fiskveiða og samkomulags
stjórnarflokkanna sett á fót sér-
stök nefnd til þess að verkstýra
endurskoðun laganna. Þau lög
kveða á um það sjálf að endur-
skoðun skuli fara fram fyrir ár-
slok 1982 og þar skuli allir
hugsanlegir þættir fiskveiði-
stjórnar verða teknir til skoðun-
ar og mats. Satt best að segja
hefði slík vinna átt að fara fram
fyrir lifandi löngu. Við endur-
skoðunina verður haft mjög
víðtækt samstarf við hags-
munaaöila í sjávarútvegi og
stjórnmálaflokkana á þingi.
Þessi nefnd á líka að fjalla
um setningu markmiða fyrir ís-
lenskan sjávarútveg, móta
heildstæða stefnu veiða og
vinnslu og hvert við viljum
stefna þróun íslensks sjávarút-
vegs inn í nýja öld og inn í
breytta viðskiptahætti með
auknu samstarfi þjóða.
í annan stað erum við að
undirbúa breytingar á verð-
myndun sjávarfangs sem hefur
verið bundin í Verðlagsráði
sjávarútvegsins í nokkra ára-
tugi með skyldu til þess að
ákveða hámarksverð á fiski.
Nú ætlum við að koma fram
grundvallarbreytingu þar sem
frjáls fiskverðsmyndun verður
megin regla.
í þriðja lagi nefni ég aö við
erum að undirbúa afgerandi
breytingar á stjórnsýslu sjávar-
útvegsins. Það hefur verið
mjög umdeilt hversu mikil verk-
efni hafa verið hér inni í ráðu-
neytinu sjálfu. Ráðuneytið hef-
ur verið að fjalla um mál sem
leiða til úthlutunar á tilteknum
réttindum, það hefur eftirlit með
þessum réttindum, það hefur
haft ákæruvald ef útaf er
brugðið og það hefur haft
dómsvaldið. Þetta stenst ekki
eðlilega stjórnsýslu á slíkum
málum og nú ætlum við að
brjóta þetta upp og koma þess-
um störfum á fleiri hendur,
þannig að menn eigi auðveld-
ara með að leita réttar síns ef
þeir telja að á þá sé hallað.“
Á grundvelli bestu
þekkingar
Á liðnum mánuðum og fáum
árum hefur nokkuð, og vax-
andi, orðið vart við umræðu
fiskimanna, sem hefur svo
endurspeglast á síðum Vík-
ingsins, þess efnis að grunnur-
inn sem stjórn fiskveiða er
byggð á sé ótraustur eða jafn-
vel alrangur. Þar er einkum átt
við uppeldisstefnu ungfisks
sem felst í verndun hrygningar-
stöðva og uppeldisstöðva,
stækkun möskva í veiöarfær-
Við höfum viljað
opna umræðuna
meira fyrir mótun
heildstæðrar
stefnu í sjávar-
útvegsmálum.
VÍKINGUR 9