Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Side 18
SIFELLT LETTARA
Með tveim samstarfs-
mönnum um borð í
Bessanum
18 VÍKINGUR
„Ég ætlaði mér aldrei að
verða sjómaður og var orðinn
19 ára gamall þegar ég hóf
mína sjómennsku. Atvinnu-
leysi var hér tímabundið og
staðbundið og ég þénaði vel á
sjónum. Ætli það hafi ekki verið
aðalástæðan. Fyrstu vertíðina
mína til sjós var ég á Ásúlfi með
Haraldi Guðmundssyni, rót-
grónum skipstjóra á ísafirði. Ég
fór svo í Stýrimannaskólann
strax og ég var búinn að ná
siglingartímanum og kláraði
hann á einum vetri, ólíkt því
sem nú er þegar menn þurfa
allt upp í þrjá vetur til að læra
þaö sama. Ég réðst sem stýri-
maður hjá Einari heitnum Jó-
hannssyni á ísborgina og var
þar hátt í tvö ár. Ég hætti þar
1959 og réðst þá sem skipstjóri
á Ásúlf, þann sama og ég hóf
mína sjómennsku á. Við vorum
á línu eina vertíð og svo á síld.
Eftir tvö ár á Ásúlfi tók ég svo
við s.kipstjórn á Guðmundi Pét-
urs frá Bolungarvík. Einar Guð-
finnsson hf. gerði hann út. Mér
líkaði stórvel að starfa með
þeim. Þeir reyndust mér vel og
ég átti þar mikiö og gott sam-
starf við Guðfinn Einarsson.
Frá þeirri útgerð lá svo leiðin til
Frosta hf. í Súðavík þar sem ég
tók við Kofra sem var nýsmíði
frá Skipasmíðastöð Marselíus-
ar Bernharðssonar. Síðan hef
ég tekið við tveimur nýsmíðum
fyrir sama fyrirtæki, gamla
Bessa og þeim nýja á síðasta
ári.“
Skipstjóri,
útgerðarmaður og
fiskverkandi
Þau kaflaskipti urðu í sögu
Frosta hf. fyrir nokkrum árum
að nýir eigendur tóku við rekstri
fyrirtækisins. Jóhann var einn
þeirra manna sem keyptu fyrir-
tækið. Hann er spurður um að-
dragandann og ástæður kaup-
anna.
„Þegar sú staða kom upp hér
í Súðavík að þessir gömlu eig-
endur sem ég hafði starfað hjá
misstu völdin þá skapaðist hér
millibilsástand sem maður sá
ekki fram úr. Þegar ég sá að
það gátu gerst hlutir sem ég
vildi ekki að hentu þetta fyrir-
tæki og þetta þorp, þá bund-
umst við fimm menn hérna í
þorpinu félagsskap um það að
reyna að halda meirihluta í
þessu til þess að halda þessu
hér á góðum stað. Við stofnuð-
um þá hlutafélagið Tog hf. í
þeim tilgangi að ná meirihluta í
Frosta hf. sem er móðurfyrir-
tæki hér og stjórnar öllu. Þeir
sem standa að Togi auk mín
eru Ingimar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Frosta, Jónatan
Ingi Ásgeirsson, skipstjóri á
Haffara, Auðunn Karlsson,
verkstjóri hjá Frosta, og Barði
Ingibjartsson, stýrimaður á
Bessa. Það er mín trú að ár-
angur náist, ef eigendurnir
starfa allir að fyrirtækinu, hver í
sinni grein, og allir leggjast á
eitt með heiöarleika og kappi.
Þá eiga þeir að ná áfram.
Hverjir eiga að ná árangri ef
það eru ekki þeir sem starfa
sjálfir að fyrirtækjunum hver á
sínu sviði?“