Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Page 20
SIFELLT LETTARA
„Ég er skrattanum hjá-
trúarfyllri en það er svo
persónulegt að ég vil
síður tíunda það.“
20 VÍKINGUR
Ég er skrattanum
hjátrúarfyllri
Margir úr sjómannastétt hafa
þótt hjátrúarfullir og þekktar eru
sögur af miklum aflamönnum
sem hafa veriö fastheldnir á
ákveöna siöi sem aö þeirra
mati gátu haft áhrif á aflasæld
þeirra. Gott dæmi um slíkt er
þegar kunnur vestfirskur afla-
maöur lét úr höfn meö lóöabelg
hangandi á síðunni. Belgurinn
haföi veriö notaður sem
stuðpúöi og karlarnir höföu
gleymt aö fjarlægja hann þegar
haldiö var til veiöa. Þeir geröu
afbragðstúr og undir lok veiöi-
feröarinnar tók einhver eftir
þessum aöskotahlut og ætlaði
aö fjarlægja hann. Þá sagöi
skipstjórinn stopp og belgurinn
var óhreyfður á skipssíöunni
næstu mánuði. Er Jói Sím. hjá-
trúarfullur?
„Ég er skrattanum hjátrúar-
fyllri en það er svo persónulegt
að ég vil síður tíunda þaö. Ég
get þó nefnt sem dæmi að talan
13 hefur víöa tengst minni sjó-
mennsku og ég er dálítið hjá-
trúarfullur gagnvart henni. Ég
var nemandi númer 13 í stofu
númer 13 í Stýrimannaskólan-
um. Ég lagði á hafið á Kofra 13.
júní. Skipaskrárnúmerið á
gamla Bessa var 1313. Og
þegar viö létum smíöa þann
nýja fengum við auðvitaö ekki
gamla númeriö, en þá fengum
viö 2013. Talan 13 hefur fylgt
mér svo lengi aö ég hef ekki
þessa ótrú á henni sem margir
hafa.“
Ég hef hent smáfiski
alit mitt líf
Mikiö fjölmiölafár hefur veriö
aö undanförnu þar sem talað
hefur veriö um gegndarlaust
drápásmáfiski. Reiknimeistar-
ar úr stétt sjómanna hafa geng-
ið fram með þær tölur aö hver
togari kasti 1,3 tonnum af smá-
fiski á dag. Eru þetta raunhæf-
ar tölur?
„Ef maður vill vera heiöarleg-
ur í þessu tali þá verður aö
segjast eins og er aö þetta er
ósköp misjafnt. Ég hef hent
smáfiski allt mitt líf í einhverjum
mæli. Oftast er þetta örlítiö, þaö
hirðir enginn kóö allt niður í 30
sentímetra. Fiskur á Vest-
fjarðamiðum hefur alltaf verið
blandaöur og þaö veröur aldrei
komist hjá því aö eitthvað
slæðist meö af smáfiski. Auð-
vitaö veit maöur aö þaö hefur
komiö fyrir aö skip hafa verið í
smáfiski á vissum slóöum og
þaö hafa komið tilmæli til þeirra
um það aö fara af svæðinu.
Flestir hlýða slíkum tilmælum
en þó eru örfá skip sem ekki
hafa gert það. Þorri togaraskip-
stjóranna fer strax af slóðinni
þegar þeir veröa varir viö mik-
inn smáfisk í aflanum. Ég held
að þessar yfirlýsingar um stór-
fellt smáfiskadráp séu bara
kjaftháttur í mönnum sem þurfa
af einhverjum ástæöum aö láta
Ijós sitt skína.
Keyrði rakleitt til
baka, bölvandi og
ragnandi
Þaö er talað um að sumir
skipstjórar hafi einhverskonar
sjötta skilningarvitiö sem gerir
þeim kleift aö finna fisk öörum
fremur. Jóhann vill ekki gera
mikið úr sinni sérgáfu aö þessu
leyti og segir alla skipstjórnar-
menn þekkja þá tilfinningu aö
una ekki á þeirri veiðislóö sem
þeir eru staddir á. Hugurinn er
einhversstaðar annarsstaðar
án þess aö sjáanleg rök séu
fyrir því að þar sé fiskur. Hann
lætur þó undan og tekur dæmi
af slíkri tilfinningu sem átti viö
rök að styðjast.
„Ég man sérstaklega eftir
einu tilviki. Viö vorum búnir aö
þaulkemba allt Halasvæöiö og
kantinn þar fyrir austan í tvo
daga án þess aö fá fisk. Þarna
var um að ræöa nokkuð mörg
skip og einhverjir gáfust upp og
keyrðu austur á Strandagrunn.
Þar varð strax vart viö fisk og
ég var á endanum einn eftir og
haföi á tilfinningunni aö þaö
færi aö koma fiskur. En svo
gafst ég upp líka og keyrði