Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 34
RÁÐGJÖF í TRÁSSI. . . Línuritiö sýnir nýliðun borið saman við stærð hrygningarstofns, sam- kvæmt rannsókn á heimskautaþorski við Noreg 1967. Nýliðun er mest með litlum hrygn- ingarstofni en minnkar eftir því sem stofninn stækkar. 34 VÍKINGUR 1981, sem varð mesta þorsk- veiðiár landsmanna til þessa, þá veiddu sjómenn okkar 461.038 tonn af þorski. Eins og nefnt var fyrr í þessari grein, komst þjóðin þá í flokk þeirra þjóða sem fremstar stóðu í hagvexti og þjóðartekjum. Þá fór að draga úr veiðinni og nú er svo komið að veiðiheim- ildir á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eru 265.000 tonn og spáð er að á næstu árum, jafnvel allt til aldamóta, geti veiðin ekki orðið meiri en 250.000 tonn á ári. Það er um 10.000 tonnum minna en meðalveiði íslendinga á öðru tímabilinu var, rúmum 70.000 tonnum minna en minnst veiddist á einu ári á því sama tímabili og tæplega 170.000 tonnum minna en meðal þor- skveiðin var á ári allt annað timabilið. Fari spáin um þorskveiði eftir allt til ársins 2000 verður meöal þorskveiði á íslandsmiðum frá 1976 til 2000 um 320.000 á ári. Það er um 50.000 tonnum minna en á fyrsta tímabilinu og nærri 110.000 tonnum minna en í meðalári á öðru tímabilinu. Þetta álit er ekki hægt að láta frá sér fara órökstutt. Hér á undan hefur reynsla af nýtingu íslandsmiða á (Dessari öld verið rakin. Að búhyggindunum komum við síðar en lítum núna á örlítið brot úr vistfræði. Þvert á móti því sem okkur fáfróðum um fiskifræði hefur verið kennt að trúa er ekki að vænta betra klaks því stærri sem hrygningarstofninn er. ( kennslubókum fiskifræðinnar er kennt að samband sé á milli þéttleika hrygningarstofnsins á hrygningarstöðvunum og af- Vestmannaeyingarnir voru að berja á fiskinum uppi í harða landi og svo mikil var ásóknin að þeir gáðu ekki að sér og einn báturinn keyrði á klettana. Og það var krökkt af bátum þarna. B: Af hverju voru þeir að veiða þar? A: Nú, það var mikið af fiski þarna. B: Hvað er að því að veiða fiskinn? A: Þarna uppi í landsteinum, á hrygningarstöðvum, það get- ur líklega hver maður séð. Forvitnast í fiskifrœdi Fiskifræðin er vafalítið meöal allra þýðingarmestu fræði- greina fyrir afkomu okkar ís- lendinga, og jafn vafalítið sú sem við vitum hvað minnst um. Vísindamenn draga þó ályktanir af þeirri þekkingu sem þeir hafa og á þeim byggja þeir ráðgjöf sina. Það er þó best að segja strax og hreint út það mat undirritaðs að ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar okkar, og reyndar hliðstæðra stofnanir sumra annarra þjóða, fari i bága við reynslu af fiskveiðum í áratugi, almenn búhyggindi og jafnvel ákveðna þætti í vist- fræði. komu ungviðisins. Aðeins upp að vissu marki aukast líkurnar á góðri nýliðun við stækkandi hrygningarstofn. Þegar því marki er náð hraðminnka lík- urnar á góðu klaki eftir því sem stærð hrygningarstofnsins vex. Þetta þýðir einfaldlega að lít- ill hrygningarstofn getur gefið af sér miklu meiri og betri nýlið- un heldur en stór. Það skýrist ef til vill best með spjalli tveggja manna, sem ég heyrði nýlega. Andskotans forsmán A: Andskotans forsmán er þetta hvernig menn haga sér. Enda vilja Vestmannaeyingar fá þriggja mílna landhelgi kring- um eyjarnar. B: Hvað varfiskurinn aðgera þarna? Ekki hefur hann verið að hrygna á þessum árstíma. A: Ja, ég veit það ekki. B: Er ekki sennilegt að hann hafi verið þarna í miklu æti? A: Jú, það er sjálfsagt rétt. B: Hvaða æti heldurðu að það hafi verið? A: Tja, ég veit það ekki. B: Heldurðu að geti verið að það hafi verið síldarhrogn og annað ungfiski? A: Það er svosem hugsan- legt. B: Voru fiskimennirnir þá ekki að gera það eina rétta, að veiða fiskinn og vernda þannig ungviðið í vexti?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.