Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Page 47
Utan úr hcimi
Nýjung í flutningum
Og þaö eru fleiri nýjungar
sem ættu að gleöja útgerðar-
menn gámaskipa því nú hafa
verið hannaðar grindur til að
setja inn í 40’ gáma til að auka
bílaflutningsgetu þeirra. í stað
þess að geta einungis komiö
tveimur fólksbifreiðum inn í
gáma af þessari stærð er nú
unnt aö koma fyrir fjórum bílum
með þessum búnaði. Til að
minnka umfang þessara nýju
grinda þegar flytja þarf þær
tómar eru þær brotnar saman
og komast þá sex grindur hver
ofan á aðra inn í 40’ gám.
Sovésk
kaupskipaútgerð
Það er næstum orðið að
tísku aö vorkenna Sovétmönn-
um. Vandræði blasa við so-
véskri kaupskipaútgerð og að
sögn forseta sovéska útgerð-
arsambandsins er aðal
ástæðan lausafjármagnsskort-
ur. Telur hann að ekki líði á
löngu þar til lánardrottnarnir
fari að krefjast kyrrsetningar
sovóskra kaupskipa þar sem
þau eigi orðið f vandræðum
með að greiða reikninga sína.
Það eina sem þeir eiga er fullt
af gömlum skipum og annað
eins af sjómönnum. Sumir telja
að þetta sé nú einungis harma-
gráturtil að rikisstjórnin þarfyrir
austan gefi útgerðunum meira
frelsi svo þeir geti unnið sór inn
meiri dollara og ekki eru laun
þarlendra sjómanna útgerðun-
um ofraun. Því er svo við að
bæta að efnahagsráðherra
Þýskalands hefur nýlega látið
hafa eftir sér aö sovótmenn
muni standa við greiðslur,
vegna smíði sextán skipa sem
veriö er að smíða í þýskum
skipasmíöastöðvum og af-
hendast í ár, og kosta um 900
milljónir marka.
Risaskipavandamál
Stöðugar hörmungar dynja
yfir stóru búlk- og oliuskipin. Nú
nýlega féll stór hluti úr síðu á
málmgrýtisskipi í Indlandshafi
og er vart ár liðið síðan sams-
konar atburður átti sér stað og
fjallaö var um hér á þessum
síðum. Og annað stórslys varð
undan strönd Ástralíu í síðasta
mánuði þegar bógur 98.000
tonna grísks oliuskips brotnaði
af í óveðri og var titt nefnt í frétt-
um fjölmiðla. Skipið, Kirki, sem
er 21 árs gamalt var í leigu hjá
BP og á leiö frá Persaflóa til
Ástralíu þegar slysiö varð. Nú
hafa menn það á orði að síðasti
áratugur hafi verið áratugur
hönnuða en það var viss kald-
hæðni sem fólst í orðum trygg-
ingamanns í London sem benti
á að Örkin hans Nóa hefði verið
hönnuð af amatörum en Titanic
af sérfræðingum. Og hann
bætti við að hann vonaðist til að
sjá næsta áratug sem áratug
heilbrigðrar skynsemi í skipa-
hönnun. Þetta er of satt til að
vera fyndið.
Bílar lestaðir inn í 40'
gám með nýju grindun-
um.
Kirki stefnislaust.
VÍKINGUR 47