Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Side 50
Þröstur
Haraldsson
blaðamaður
50 VÍKINGUR
HORFUKNAR Sennilega
standa nú yfir einhverjir mestu
umbrotatímar sem íslenskur
sjávarútvegur hefur gengið í
gegnum um áratuga skeið.
Breytingarnar sem orðið hafa á
örfáum árum eru meiri en nokkur
gat séð fyrir. Þær ná til flestra
sviða sjávarútvegs en eru þó
einna stórstígastar á sviði mark-
aðsmálanna. Ekki eru nema örfá
ár síðan langmestum hluta af
þeim físki sem á land barst var
landað í vinnslu innanlands og
þaðan fór hann, sem flök, blokk,
saltfiskur eða skreið, til útlanda í
gegnum þrjú sölusamtök. Þá fór
langmestur hluti freðfisksins til
Bandaríkjanna. Nú er Bretland
orðið langstærstur kaupandi á ís-
lenskum fiski og verulegur hluti
hans er fluttur út ísaður í gámum
eða með fiskiskipum. Vinnslan
innanlands hefur dregist saman
og innlendu markaðirnir hafa vax-
ið ört. Þeir spretta upp eins og
gorkúlur, sums staðar jafnvel
fleiri en einn á hverjum stað. Síð-
ast en ekki síst hefur dágóður
partur af vinnslunni flust út á sjó,
enda sýna nýjustu tölur að meða-
lfrystitogarinn skilar meira en
tvöföldu aflaverðmæti á við ísfis-
ktogarann - og gildir þá einu hvort
landað er úr þeim síðarnefndu
heima eða á mörkuðum erlendis.
Frystihúsin keppast við að fram-
lengja lífdaga sína en eiga erfitt
uppdráttar. Þaðan heyrast fréttir
um að verið sé að umbylta
vinnslutækninni, ýmist í þá veru
að taka upp sömu vinnslulínu og
þróast hefur um borð í frystitog-
urunum eða þá að pakka í neyt-
endapakkningar fyrir erlendar
verslunarkeðjur. Hefðbundin
framleiðsla á flökum og blokkum
á undir högg að sækja.
Þá hafa rekstrarskilyrði grein-
arinnar tekið verulegum breyt-
ingum og þar sér ekki fyrir end-
ann á þróuninni. Vinnslan stendur
frammi fyrir því að þurfa áður en
langt um líður að kaupa allt sitt
hráefni á mörkuðum. Tónninn
sem nú heyrist úr sjávarútvegs-
ráðuneytinu er á þá lund að rétt-
ast væri að selja allan fisk sem
íslensk skip veiða á mörkuðum
innanlands. Ef svo fer sem horfir
að Island bindi trúss sitt fastar en
nú er við Evrópubandalagið má
gera ráð fyrir því að ekki líði á
löngu þangað til erlend fisk-
vinnslufyrirtæki fari að bjóða í
fisk á íslenskum mörkuðum. Þá
þurfa frystihúsin aldeilis að taka
sér tak eigi þau að gera sér vonir
um að standast samkeppnina. Þá
þarf meira að koma til en pilsfald-
ur ríkisins. Þá þýðir ekkert fyrir
frystihús smáþorpanna að ætla
sér að hokra ein, þau munu neyð-
ast til að taka upp samstarf og
jafnvel sameinast fyrirtækjum í
nærliggjandi byggðarlögum.
Og ekki kæmi það mér á óvart
þótt kvótaleiga eða veiðigjald í
einhverju formi líti dagsins ljós
strax á næsta ári. Núverandi
staða er óbærileg. Þjóðin á kvót-
ann, stendur í lögunum, en ekki
útgerðirnar. Samt gengur kvót-
inn kaupum og sölum milli út-
gerða án þess þjóðin sé spurð. En
það má ekki bókfæra kvótann
sem eign og þar af leiðandi er
kvótaúthlutun ekki skattskyld.
Þetta dæmi gengur einfaldlega
Sfldveiðar eru komnar í fullan
gang og það óvenjulega gerðist á
fyrstu dögum vertíðarinnar að
beita þurfti skyndilokun til þess
að koma í veg fyrir veiðar á of
smárri sfld í Homafjarðardjúpi.
Þegar við náðum tali af Sveini ísa-
kssyni skipstjóra á Háberginu þar
sem hann var á leiðinni til heima-
hafnar í Grindavík með fullfermi
ekki upp til lengdar. Það hlýtur að
enda með því að einhvers konar
veiðigjald verði tekið upp. Enda
halda margir því fram að slík
gjaldtaka sé eina leiðin til þess að
jafna út sveiflurnar sem verða í
íslenskum sjávarútvegi, hún sé
bæði virkara og réttlátara tæki en
gengisfellingarnar og sjóðaleiðin
sem við þekkjum svo vel.
Aflasamdrátturinn sem nú hef-
ur staðið í fjögur ár og sér enn
ekki fyrir endann á flýtir þróun-
inni, á því er enginn vafi. Minnk-
andi afli kallar á aukna hagræð-
ingu í veiðum, vinnslu og sölu,
nema við séum reiðubúin að sam-
þykkja afturför í lífsgæðum. Og
það erum við ekki. í þeirri orra-
hríð sem nú er framundan þarf að
gæta að öllum mögulegum hags-
munum -byggðaþróun, atvinnu-
stigi, launaþróun osfrv. Þarmega
menn ekki sitja að sínu eins og
hundur á roði og neita að horfast í
augu við breyttan veruleika. Það
verður að kveða niður allan
hrepparíg og aðra skammsýni
sem við virðumst alltaf eiga svo
mikið af þegar að okkur kreppir.
Annars getum við bara gefist
upp og sótt um að verða hreppur í
Þýskalandi.
af sfld var ekki á honum að heyra
að hann þyrfti að hafa áhyggjur af
smásfld.,,
Við erum með 500 tonn af
sannkallaðri demantssfld sem við
fengum djúpt í Homafjarðardjúp-
inu. Blandaða sfldin var efst í
djúpinu og næst landi en utar var
þessi fína sfld og eins hefur hún
fundist á Breiðdalsgrunni og í
Stóra síldin
er fundin
— segir Sveinn Isaksson skipstjóri á
Háberginu frá Grindavík