Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 72
framhatd afbls. 69 vægu hlutverki við ákvörðun á fiskverði í þeim tilvikum sem útgerðir og áhafnir einstakra skipa koma sér ekki saman um fiskverð. Fiskverðið er sem kunnugt er veigamesti þátt- urinn í launakjörum sjómanna á fiskiskipum, enda nefndin sett HRÖNN HF. ÍSAFIRÐI sendir sjómönnum og fisk- vinnslufólki bestu jóla og áramótakveðjur. á fót í kjölfar síðustu kjarasamninga, meðal annars til að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kaupum á veiðiheimildum. Núverandi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna ársins 1996 virðist stefna þessari upplýsingaöflun Fiskifélags Islands í voða og um leið kippa grundvellinum undan starfi úrskurð- arnefndarinnar. Það er mjög mikilvægt að öflun upplýsinga sé tryggð til lengri tíma og hún sé framkvæmd af aðila sem telst vera ábyggilegur og utan deilna um Iaunakjör í sjá- varútvegi. Því skorar formannafundur Sjómannasambands Islands á ráðherra að tryggja framangreinda upplýsin- gaöflun með því að gera samning við Fiskifélag íslands til lengri tíma um áframhaldandi öflun þessara upplýsinga. ÁSKORUN TIL SJÓMANNA Formannafundur Sjómannasambands Islands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, skorar á sjómenn að notfæra sér ákvæði kjarasamninga og laga um úrskurð- arnefnd sjómanna og útvegsmanna séu þeir ósáttir við verðlagningu á sjávarfangi sínu. Vitað er að áhöfnum er hótað á ýmsa vegu sætti þær sig ekki við léleg tilboð um fiskverð frá útgerð sinni. Urskurð- arnefnd sjómanna og útvegsmanna var sett á fót í þeim til- gangi að leysa úr ágreiningsmálum um fiskverð milli áhaf- nar og útgerðar. Látið því ekki hótanir hræða ykkur frá því að nýta ykkur þennan samningsbundna og lögvarða rétt. Sjómenn, það er ykkar að uppræta þátttöku í kaupum á veiðiheimildum með því að nýta þau ákvæði kjarasamninga og laga sem taka eiga á málinu. UM GAGNKVÆMAR VEIÐIHEIMILDIR Formannafundur Sjómannasambands íslands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, mótmælir þeim hugmyndum sem fram eru komnar um gagnkvæmar veiði- heimildir í tengslum við hugsanlegan samning við Norðmenn og Rússa um veiðar íslendinga í Barentshafi. Framhald á bls. 76 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.