Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Qupperneq 10
Skipstjóra- og stýrimannafélag íslands ályktaði um atvinnumál á aðal- fundi sínum, og ekki að ósekju, þar sem íslenskum farmönnum fjölgar ekki þrátt fyrir áralanga baráttu Hefur fækkað um 210 stöður frá 1990 Aðalfundur í Skipstjóra- og stýrimannafélagi íslands - stéttarfélagi skipstjóra og stýri- manna á kaupskipum og varð- skipum - haldinn 18. apríl 1998, lýsir yfir áhyggjum sín- um yfir sífækkandi störfum ís- lenskra farmanna á undanförn- um árum sem, mun að óbreyttu leiða til að hætta verði á að íslensk farmanna- stétt heyri sögunni til að nokkrum árum liðnum. í þessu sambandi bendir fundurinn á að frá janúar 1990 hefur stöðugildum íslenskra farmanna á skipum, í rekstri hjá útgerðum innan Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, fækkað úr 375 í 165, eða um 210 stöðugildi, en það jafn- gildir því að ársstörfum ís- lenskra farmanna hafi fækkað um 315 eða 56% og nú liggur fyrir að störfum muni enn fækka á næstu mánuðum verði ekkert að gert. Til að snúa þessari óheilla- þróun við krefst fundurinn þess að stjórnvöld geri þær ráðstafanir, sem með þarf svo útgerðir farskipa verði sam- keppnisfærar á aðþjóðlegum flutningamarkaði. í þessu sam- bandi bendir fundurinn á að allar Norðurlandaþjóðirnar nema íslendingar hafa í ein- hverju formi beitt skattalegum aðgerðum til að tryggja far- mönnum sínum störf til fram- búðar. Fundurinn heitir á alla aðila, bæði stéttarfélög og út- gerðir, sem hagsmuna eiga að gæta, að taka höndum saman og vinna að þessu málefni í ó- rofa samstöðu. Fundurinn mótmælir því harðlega að útlend skip með útlendum áhöfnum skuli árum saman stunda áætlunarsigl- ingar til og frá íslandi á vegum íslenskra skipafélaga. Á það má benda í þessu samhengi að áætlunarsiglingar til og frá íslandi eru ekki, enn sem kom- ið er, háðar erlendri sam- keppni. Því er það í fyllsta máta óeðlilegt að þeim sé ekki sinnt af íslenskum farmönnum á íslenskum skipum. Ennfremur lýsir fundurinn miklum áhyggjum yfir hinni lé- legu aðsókn farmanna að námi til skipstjórnarstarfa á kaup- skipum. Fundurinn vekur at- hygli á þeirri staðreynd að meðalaldur skipstjóra og stýri- manna á kaupskipum og varð- skipum er nú 45,8 ár og ein- ungis 30,6% af skipstjórnar- mönnunum eru 40 ára og yngri. Sú neikvæða þróun sem átt hefir sér stað í þessum efnum undanfarin ár, mun ef svo heldur fram sem horfir, óhjá- kvæmilega leiða til þess að skortur verði á skipstjórnar- mönnum með fyllstu atvinnu- réttindi til starfa á kaupskipum og varðskipum eftir fá ár. Þá lýsir fundurinn ánægju sinn yfir því að deilan um flutn- ing sjómannamenntunarinnar úr Sjómannaskólahúsinu á Rauðarárholti skuli vera leyst. 10 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.