Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Síða 39
feðingardags og árs og dánardags og árs sem °g heiti á skipi sem viðkomandi hefur farist af °g stöðu hans um borð. Minnisvarðinn var vígður á sjómannadaginn 2. júní 1996. Frá fyrsta sjómannadeginum 1938 til þess dags að minnisvarðinn var vígður höfðu 1.353 sjómenn farist og um 400 þeirra ekki fundist. „Við vígsluna kom Guðmundur Hall- varðsson til mín og bauð mér að halda á kransinum með sér. Mér fannst þetta óskap- lega mikill heiður. Allt frá því að Drangajök- ull fórst átti ég þá ósk að fá að skíra skip. Þetta kom fullkomlega í staðinn fyrir það. Mér finnst þessi minnisvarði eins og barnið mitt. Fer þangað helst vikulega og snyrti í kringum hann eins og þarf,“ segir Halldóra Gunnars- dóttir. Vantar alltof mörg nöfn Þegar minnisvarðinn var vígður voru þar komin upp nöfn Hermóðsmanna auk tveggja annarra nafna að sögn Halldóru. Nú eru nokkrir tugir nafna komin á öldurnar. Halldóra vill að nú verði gerð gangskör að því að skrá nöfn sem flestra er týnst hafa á sæ. „Mér finnst dapurlegt hvað það gengur seint að koma nöfnum upp á öldurnar. f>að kostar 25 þúsund krónur að setja hvert nafn. Helmingur þeirrar upphæðar er kostnaður Steinsmiðjunnar við að gera nafnið og aðrar upplýsingar en hinn helmingurinn rennur til Sjómannadagsráðs upp í stofnkostnaðinn. Mér finnst að nú á ári hafsins ætti að gera stórátak í að fjölga nöfnunum. Stóru skipafé- fögin, sjómannafélög, fyrirtæki og ríkissjóður *ttu að sameinast um þetta verkefni. f húsi Eimskips eru tvær minningartöflur með nöfnum þeirra sem fórust með Goðafossi og Dettifossi á stríðsárunum. Það voru Vestur- fslendingar sem gáfu Eimskip þessar töflur. l’egar forfeður þeirra voru að flytja vestur og einhver vesturfari dó um borð í skipunum var líkinu sökkt í sæ. Eftirlifendum þótti sárt að skilja ástvini sína eftir í votri gröf og skildu þýðingu þess að skrá nöfn þeirra með varan- legum hætti. Það á að sýna minningu týndra sjómanna þá sjálfsögðu virðingu að skrá nöfn þeirra allra á öldurnar. Þeir eiga það skilið af þjóðinni því þetta eru hetjur okkar allra. En umfram allt skulum við minnast þess að það þarf að ríkja friður og ró kringum minnis- varðann. Það er von mín að fólk gangi þarna hljóðlega hjá með þakklæti í huga til þeirra sem verið er að minnast,” sagði Halldóra Gunnarsdóttir. ■ Útvegssvið VMA á Dalvík Framhaldsnám Námsbrautir í boði skólaárið 1998 - 1999 Almenn braut: 2 ár Sjávarútvegsbraut: 2 ár (Undirbúningsbraut fyrir skipstjóranám) Skipstjórnarbraut: I. stig 1. ár II. stig 2. ár Fiskvinnslubraut: 2 ár Fiskvinnslubraut telur 4 annir og hefja nernendur nám að loknu 1. áriþ.e. 36 einingum í framhaldskóla. Einnigskidu nemendur hafa lokið a.m.k. 8 vikna starfsþjálfiin hjá viðurkenndum fiskvinnslufyrirtíekjum. Nemendur sem inn- ritast á seinni hluta námsins skulu hafa lokið jyn'i hlutanum með viðunandi árangri. Kennt er á Dalvik. Upplýsingar á skrifstofu skólans. Síma: 466-1083 Fax: 466-3289 Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.