Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Síða 14
Sjómannaskólinn í Reykjavík býður upp á ýmis konar endurmenntun- arnámskeið fyrir skipstjórnarmenn. Öll eru þau valnámskeið utan eitt, fjarskiptanámskeiðið, sem öllum skipstjórnarmönnum er skylt að sækja samkvæmt nýjum lögum. í vetur hafa reyndir skipstjórnarmenn á öllum aldri og víðs vegar af landinu setið á skólabekk í Reykjavík. Það voru líflegar umræður yfir kaffibollunum þegar Sjómannablaðið Víkingur hitti einn hópinn í marsbyrjun. Menn njóta þess að hittast og skrafa. Hörður Þórhallsson, skipstjóri og útgerðarmaður Sigþórs ÞH 100, hefur verið á sjó í rum 40 ár. Hann lauk skipstjórnarQámi frá skólan- um árið 1963. Ýmislegt hefur breyst síðan þá en annað ekki. Skólinn ó b re vtt u r en búið að ynur foka „Mér finnst notalegt að koma í skólann aftur eftir öll þessi ár. Það rifjast upp fyrir manni góðir tímar. Skólahúsið er nánast óbreytt og ekki van- þörf á að gera endurbætur. Mér virðist sem gamla lýsingin vera í skólastofunum; hún fór í taugarnar á mér þá og gerir enn. Verst er að það er búið að loka Röðli, aðalsamkomu- staðnum okkar í þá daga,“ segir Hörður Þórhallsson sem stundar nám (sínum gamla skóla eftir 35 ára fjarveru. Hann var sextán ára þegar hann fór fyrst á sjó og hefur verið sleitulaust að í rúm 40 ár. Hörður býr í Keflavík og ekur til Reykjavíkur á hverjum degi í skólann. „Það er meira vandamál að fá bílastæði á lóðinni núna. Mig minnir að fjórir nemendur hafi átt bíla í þá daga,“ segir hann. Varðandi námskeiðin segir hann að þau séu gagnleg fyrir sig. „Það hafa orðið gífurlegar breytingar í fjarskiptatækninni „Það hafa orðið gífurlegar breytingar í fjarskiptatækninni." og við verðum að fylgja þeim. Núna er búið að leggja morsið niður og annað komið í stað- inn. Þetta námskeið er fólgið í því að læra á nýja tækni í neyðar- og öryggistilfellum. Á næsta ári verða allir skipstjórn- armenn að hafa sótt þessi námskeið. Þau taka tíu daga, skemmtilega vil ég segja. Þetta er full vinna því við erum í skólanum í sex til átta tíma á dag,“ segir Hörður Þórhallsson skipstjóri. ■ 14 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.